Radarstöðin á Darra
Útlit
Radarstöðin á Darra var herstöð á Hornströndum sem starfrækt var á vegum breska sjóhersins í seinni heimstyrjöldinni. Stöðin var staðsett við Sæból í Aðalvík og upp á fjallinu Darra.[1][2]
Vorið 1941 komu þrír breskir hermenn til Aðalvíkur og settu upp strandvörslu.[3] Bygging radarstöðvarinnar hófst svo vorið 1942 þegar Bretar reistu litla ratsjá á svonefndum Hjallhól á Sæbóli í Aðalvík. Ári seinna var hafist handa við að byggja stærri ratsjá upp á fjallinu Darra, rétt innan við Ritaskörð. Í setuliðinu voru á bilinu 60 til 70 menn, þar af um 20 upp á fjalli. Stöðinni var lokað í stríðslok en víða má þó enn sjá leifar hennar í víkinni og upp á fjalli.[4][5]
Sjá einnig
[breyta | breyta frumkóða]Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Þegar bretar gistu í Aðalvík“. Hlynur. 15. febrúar 1987. bls. 18–19. Sótt 30. ágúst 2024 – gegnum Tímarit.is.
- ↑ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir (20. apríl 2012). „Ég man Aðalvík“. Fréttatíminn. bls. 16, 18–19. Sótt 20. ágúst 2024 – gegnum Tímarit.is.
- ↑ Breskir varðliðar í Aðalvík, Morgunblaðið, 6. maí 1990, bls. 43
- ↑ Friðþór Kr. Eydal (26. júlí 1991). „Ratsjárstöðvar í Aðalvík“. Morgunblaðið. bls. 14–15. Sótt 20. ágúst 2024 – gegnum Tímarit.is.
- ↑ Guðni Einarsson (31. júlí 1993). „Rústir á varðbergi“. Morgunblaðið. bls. 20–21. Sótt 30. ágúst 2024 – gegnum Tímarit.is.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Skip hans hátignar, Baldur, Vestfirska fréttablaðið, 14. desember 1981, bls. 27.
- Endalok þýska kaupskipsins Regensburg, Sjómannablaðið Víkingur, 1. desember 1998, bls. 44–46.
- Heimildarmynd um Aðalvík 1996 á Youtube, sótt 16. desember 2024