RS Aero
RS Aero er 4.01 metra löng einmenningskæna úr glertrefjum með einu hálfsprekuðu bermúdasegli. Reiðinn er úr koltrefjum. Hún vegur 30 kg. Hún var hönnuð af breska skútuhönnuðinum Jo Richards og sett á markað af breska fyrirtækinu RS Sailing árið 2014. Hönnunin hefur unnið til fjölda verðlauna. Hægt er að fá þrjár stærðir af seglum (5, 7 og 9) eftir þyngd siglingamanns.
Árið 2019 tók RS Aero þátt í prófunum á búnaði fyrir Ólympíuleikana, ásamt Laser, Melges og D-Zero. Aero kom langbest út, með 80% á móti 69% hjá Laser, sem var í öðru sæti.[1] Búnaðarnefnd World Sailing ákvað því að mæla með Aero sem Ólympíubát í staðinn fyrir Laser á Ólympíuleikunum 2024, en vegna andstöðu aðildarsambanda við breytingar, þar sem siglingafélög hafa fjárfest í búnaði og þjálfun fyrir Laser, ákvað stjórn World Sailing að hunsa tilmæli búnaðarnefndarinnar.[2]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Mark Jardine (3. maí 2019). „RS Aero wins 2024 Olympic Men's and Women's One Person Dinghy Equipment trials“. Yachts and Yachting. Sótt 8. ágúst 2020.
- ↑ Liam Morgan (19. maí 2019). „Laser class given Paris 2024 lifeline as World Sailing ignores recommendation from Equipment Committee“. Inside the Games. Sótt 8. ágúst 2020.