Fara í innihald

Rökleysa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Rökleysa (latína: non sequitur sem þýðir ‚það fylgir ekki‘) í formlegri rökfræði er röksemd þar sem ályktunina leiðir ekki af forsendunni. Ályktunin getur þó verið sönn en röksemdin er þrátt fyrir það rökvilla. Allar formlegar rökvillur eru ákveðnar gerðir rökleysu.

Dæmi um rökleysur

[breyta | breyta frumkóða]

Sérhver röksemd sem tekur á sig eftirfarandi mynd er dæmi um rökleysu:

  1. Ef A þá B (t.d. „ef ég er köttur er ég spendýr“)
  2. B (t.d. „ég er spendýr“)
  3. Af því leiðir A (t.d. „þar af leiðandi er ég köttur“)

Eða andhverfa þessarar rökfærslu:

  1. Ef A þá B (t.d. „ef ég er köttur er ég spendýr“)
  2. Ekki A (t.d. ég er ekki köttur)
  3. Af því leiðir að B er ósatt (t.d. „þar af leiðandi er ég ekki spendýr“)

Fyrra dæmið heitir játun bakliðar en seinna dæmið heitir neitun forliðar. Rökleysur sem þessar stafa af því að fólk ruglast í meðferð á gildum ályktunarreglum eins og jákvæðri játunarreglu og neikvæðri neitunarreglu