Fara í innihald

A priori

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

A priori er þekkingarfræðilegt hugtak. A priori-þekking er þekking sem byggir ekki á reynslu, til dæmis rökfræðileg og stærðfræðileg sannindi. Dæmi um a priori-þekkingu væri til dæmis að 2+5=7 eða að háskólanemandi nemi við háskóla. Umdeilt er innan þekkingarfræðinnar hvort a priori-þekking sé möguleg.

Orðasambandið A priori er tekið úr latínu og er notað sem lýsingarorð.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi heimspekigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.