Rósagrýta

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Rósagrýta
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Hjartagrasbálkur (Caryophyllales)
Ætt: Grýtuætt (Portulacaceae)
Ættkvísl: Claytonia
Tegund:
C. sibirica

Tvínefni
Claytonia sibirica
L.

Rósagrýta (fræðiheiti; Claytonia sibirica[1]) er jurt sem er ættuð frá svæðinu milli Rússnesku Aleut-eyja yfir að Alaska, suður til Santa Cruz fjalla. Montia sibirica er algengt samheiti yfir rósagrýtu. Tegundin var flutt tl Bretlandseyja á 18. öld þar sem hún er orðin mjög útbreidd.[2]

Rósagrýta vex á Íslandi sem slæðingur umhverfis Seyðisfjörð, þar sem hún hefur verið ræktuð í görðum og dreifst þaðan út.[3]

Blómstrandi rósagrýta.

Búsvæði og lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Hún vex í rökum skógum. Þetta er langlífur fjölæringur, tvíær eða jafnvel einær með tvíkynja blómum. Fjöldi þykkra og safaríkra stöngla koma upp af rótinni. Stofnblöðin eru langstilkuð, tígul til egglaga, en á blómstönglunum eru blöðin stilklaus. Blómin eru 8–20 mm í þvermál, með fimm hvítum eða bleikum krónublöðum með rauðum æðum[4].

'Stewarton flower' - hvítt afbrigði af rósagrýtu sem er orðið ílent í Stewarton í Bretlandi.

Litningatalan er 2n = 12, 18, 24 eða 30.[5]

Nytjar[breyta | breyta frumkóða]

Inúítar, indíánar og gullgrafarar í Alaska og Aleut-eyjum nota blöðin ýmist hrá eða soðin eins og flestar tegundirnar í ættkvíslinni.[6]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „BSBI List 2007“. Botanical Society of Britain and Ireland. Afrit af upprunalegu (xls) geymt þann 25. janúar 2015. Sótt 17. október 2014.
  2. Dickie, T. W. (1915), Robertland, 10/07/1915. Annals of the Kilmarnock Glenfield Ramblers Society. 1913 - 1919. P. 110.
  3. Hörður Kristinsson 2008 Íslenskt plöntutal, blómplöntur og byrkningar. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar Nr. 51. 58 s.
  4. Miller, J. M. and K. L. Chambers. 2006. Systematics of Claytonia (Portulacaceae). Systematic Botany Monographs 78: 1-236. ISBN 0-912861-78-9
  5. Claytonia sibirica bei Tropicos.org. In: IPCN Chromosome Reports. Missouri Botanical Garden, St. Louis
  6. Nature Gate

Ytri tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Viðbótarlesning[breyta | breyta frumkóða]

  • Otto Schmeil, Jost Fitschen (Begr.), Siegmund Seybold: Die Flora von Deutschland und der angrenzenden Länder. Ein Buch zum Bestimmen aller wild wachsenden und häufig kultivierten Gefäßpflanzen. 95. vollst. überarb. u. erw. Auflage. Quelle & Meyer, Wiebelsheim 2011, ISBN 978-3-494-01498-2.
  • Werner Rothmaler: Exkursionsflora von Deutschland, Gefäßpflanzen: Grundband. 20. Auflage, 2011, Spektrum Verlag Heidelberg, ISBN 978-3-8274-1606-3.
  • Henning Haeupler, Thomas Muer: Bildatlas der Farn- und Blütenpflanzen Deutschlands. 2. Auflage. Eugen Ulmer, Stuttgart 2007, ISBN 978-3-8001-4990-2.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Wikilífverur eru með efni sem tengist
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.