Fara í innihald

Róbert Örn Hjálmtýsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Róbert Örn Hjálmtýsson (f. 5. júlí 1977, d. 12. júní 2024) var íslenskur tónlistarmaður, fjölhljóðfæraleikari, söngvari, útsetjari, laga- og textahöfundur. Hann er helst þekktur fyrir að fara fyrir hljómsveitunum Hljómsveitin Ég[1] og PoPPaRoFT.[2]

Einnig hefur hann spilað undir, útsett og hljóðblandað á þremur hljómplötum Sölva Jónssonar (Dölli) (26. ágúst 1975 - 9. febrúar 2020) og gert eina hljómplötu með hljómsveitinni Spilagaldrar.

Róbert og Hljómsveitin Ég hafa hlotið nokkrar tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna og fengið mjög afgerandi jákvæða dóma í fjölmiðlum fyrir plötur sínar[3] [4][5]

Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna[breyta | breyta frumkóða]

 • 2005: Plata ársins (fyrir plötuna „Plata ársins“), Lag ársins (fyrir lagið „Eiður Smári Guðjohnsen“) og Myndband ársins (fyrir myndbandið „Kaupiði Plötu ársins“)[6][7]
 • 2010: Plata ársins (fyrir plötuna „Lúxus upplifun“), Textahöfundur ársins (fyrir plötuna „Lúxus upplifun“)[8]
 • 2011: Textahöfundur ársins (fyrir plötuna „Ímynd fíflsins[9]

Hljómplötur sem Róbert hefur komið að[breyta | breyta frumkóða]

 • Skemmtileg lög - Ég (2002)
 • Plata ársins - Ég (2005)
 • Lúxus upplifun - Hljómsveitin Ég (2010)
 • Ímynd fíflsins - Hljómsveitin Ég (2011)
 • Viltu vera memm?[10] - Dölli (2015) (næstum eingöngu bara hljóðblöndun)
 • Upp upp mín sál – og mitt hjarta, milta, nýru, lungu og lifur með[11] - Dölli (2017) (hljóðblandaði, útsetti og spilaði á trommur, bassa og rafgítara á plötunni. Valgeir Gestsson sá samt um meirihluta gítarleiks á plötunni)
 • Kóngsbakki 7[12] - Spilagaldrar (2019) ( Hljómsveitin Spilagaldrar eru Sveppi, Róbert og Steindór Ingi Snorrason)
 • Ef hið illa sigrar - Dölli (óútkomin) (hljóðblandaði, útsetti og spilaði á trommur, bassa, rafgítara, spariskó og orgel)

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. „Hljómsveitin Ég - Spotify“.
 2. „PoPPaRoFT - Spotify“.
 3. Árni Matthíasson. „Hreinræktuð snilld“. www.mbl.is. Sótt 13. apríl 2020.
 4. Arnar Eggert Thoroddsen. „Hreinræktuð snilld“. www.mbl.is. Sótt 13. apríl 2020.
 5. Árni Matthíasson. „Tilbiðjum Mig!“. www.mbl.is. Sótt 13. apríl 2020.
 6. „Kaupiði Plötu ársins - myndband“.
 7. „Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2005 kynntar“. www.mbl.is. Sótt 13. apríl 2020.
 8. „Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2010“. timarit.is. Sótt 13. apríl 2020.
 9. annakj (16. desember 2011). „Íslensku tónlistarverðlaunin 2011“. RÚV (enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 13. apríl 2020. Sótt 13. apríl 2020.
 10. „Viltu vera memm? - Spotify“.
 11. „Upp upp mín sál – og mitt hjarta, milta, nýru, lungu og lifur með - Spotify“.
 12. „Spilagaldrar - Spotify“.