Fara í innihald

Réttur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Réttur (tímarit))

Réttur var íslenskt tímarit sem gefið var út frá 1915 til 1993, fyrst á Akureyri en síðar í Reykjavík. Það var lengst af í ritstjórn Einars Olgeirssonar.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Þórólfur Sigurðsson frá Baldursheimi í Mývatnssveit var stofnandi tímaritsins Réttar. Það var gefið út á Akureyri og fjallaði um þjóðfélagsmál í víðum skilningi. Í ritinu var að finna greinar um helstu stjórnmálastefnur samtímans, þar á meðal jafnaðarstefnuna og samvinnuhugsjónina. Jónas Jónsson frá Hriflu átti sæti í ritnefnd fyrstu árin og birti þar ýmsar greinar um stjórnmálaleg málefni.

Einar Olgeirsson tók við ritstjórn Réttar árið 1926 og varð það í kjölfarið málgagn róttækra sósíalista, fyrst innan Alþýðuflokksins, þá Kommúnistaflokksins, Sósíalistaflokksins og loks Alþýðubandalagsins.

Einar ritstýrði Rétti frá 1926 til 1941 og aftur frá 1946 til dauðadags árið 1989. Lokahefti tímaritsins, minningarblað um Einar Olgeirsson, kom út árið 1993.

Tilvísanir og heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Einar Laxness (1998, 2.útg.). Íslandssaga a-ö. Vaka-Helgafell. ISBN 9979-2-0294-7.