Fara í innihald

The Quarrymen

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Quarrymen)
The Quarrymen
Þrír meðlimir The Quarrymen. Frá vinstri: Colin Hanton, Len Garry, Rod Davis.
Þrír meðlimir The Quarrymen. Frá vinstri: Colin Hanton, Len Garry, Rod Davis.
Upplýsingar
Önnur nöfn
  • The Blackjacks
  • Japage 3
  • Johnny and the Moondogs
UppruniLiverpool, England
Ár
  • 1956–1960
  • 1994–í dag
Stefnur
Útgáfufyrirtæki
Meðlimir
  • Rod Davis
  • Len Garry
  • Colin Hanton
  • John Duff Lowe
Fyrri meðlimir
Vefsíðaoriginalquarrymen.co.uk

The Quarrymen (einnig ritað The Quarry Men) er bresk hljómsveit sem spilar skiffle/rokk og ról tónlist. Hún var stofnuð af John Lennon í Liverpool árið 1956,[1] sem seinna þróaðist í Bítlana árið 1960. Í upphafi samanstóð hún af Lennon og vinum hans úr skólanum. Þeir fengu nafnið út frá söngtexta sem vísar í skólann þeirra, Quarry Bank High School.

Lennon stofnaði skiffle hóp sem gekk undir nafninu The Blackjacks, en því var breytt áður en þeir komu fram fyrir almenningi. The Quarrymen spiluðu í veislum, skólaböllum, og kvikmyndahúsum áður en Paul McCartney gekk til liðs við hljómsveitina í október 1957. George Harrison gerðist meðlimur í upphafi árs 1958 vegna uppástungu McCartney. Lennon fannst þó Harrison vera of ungan, þar sem Harrison var einungis 14 ára þegar þeir kynntust.

Hópurinn tók upp tvær upptökur; flutning af laginu „That'll Be the Day“ eftir Buddy Holly, og „In Spite of All the Danger“, lag samið af McCartney og Harrison. Hópurinn færði sig meira í rokk og ról sem gerði það að verkum að nokkrir meðlimir yfirgáfu sveitina. Eftir voru Lennon, McCartney, og Harrison, sem spiluðu undir nokkrum öðrum nöfnum, þar með talið Johnny and the Moondogs og Japage 3, áður en þeir breyttu því aftur í The Quarrymen árið 1959. Árið 1960 breyttu þeir nafninu í „The Beatles“ (Bítlarnir) sem var dregið af nafni hljómsveitar Buddy Holly, „The Crickets“.

Árið 1997 hittust fjórir meðlimir úr upprunalegu hljómsveitinni til að spila saman þar sem 40 ár höfðu liðið frá því að Lennon kynntist McCartney. Þeir hafa gefið út alls fjórar breiðskífur.

Útgefið efni

[breyta | breyta frumkóða]

Breiðskífur

[breyta | breyta frumkóða]
  • Open for Engagements (1994)
  • Get Back – Together (1997)
  • Songs We Remember (2004)
  • Grey Album (2012)

Lifandi plötur

[breyta | breyta frumkóða]
  • Live At The Halfmoon Pub Putney (2005)
  • The Quarrymen Live! In Penny Lane (2020)

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Biographies“. Originalquarrymen.co.uk. Sótt 24. mars 2017.
  Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.