Qassiarsuk
Útlit
Byggðakjarninn Qassiarsuk er í botni Tunuliarfik-fjarðar (sem á dönsku er nefndur Skovfjorden en Grænlendingar hinir fornu nefndu Eiríksfjörð) þar sem Eiríkur rauði settist að um 985. Þá nefndist bærinn Brattahlíð og var í miðri Eystribyggð. Fjölmargar rústir og bæjarstæði er enn að sjá í Qassiarsuk og nágrenni frá tíma norrænna manna á Grænlandi. Sauðfjárrækt er aðalatvinnurekstur í þorpinu. Á seinni árum hafa ferðamenn lagt leið sína í auknum mæli til Qassiarsuk, enda hentar svæðið vel til gönguferða. Qassiarsuk er um 3 km frá Narsarsuaq.