pwd

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

pwd (enska print working directory: „prenta þá möppu sem verið er að vinna í“) er skipun í UNIX-legum stýrikerfum sem birtir slóðina að núverandi vinnumöppu. Hún er innbyggð í nokkrum UNIX-skeljum eins og sh og bash og Forritunarmálið C hefur POSIX-föllin getcwd() og getwd() sem gera sama gagn.

Dæmi[breyta | breyta frumkóða]

Ef pwd væri slegið eitt og sér inn í útstöð:

$ pwd
/home/erna

þá þýðir það að notandinn sé staðsettur í möppunni /home/erna sem er heimamappa notandans erna. Í næsta dæmi byrjar notandinn möppunni /home/erna/.emacs.d, færir sig niður möppuskipunina í heimamöppuna, þaðan í rótarmöppuna / og þaðan í möppuna /var/log:

$ pwd
/home/erna/.emacs.d
$ cd ..
$ pwd
/home/erna
$ cd /
$ pwd
/
$ cd /var/log
$ pwd
/var/log

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]