Mappa (tölvufræði)
Útlit
Mappa er tölvuhugtak notað yfir geymslu innan skráakerfis þar sem hægt er að geyma skrár og aðrar möppur, en mappa sem er geymd innan annarar möppu kallast undirmappa. Möppur eru notaðar til að halda utan um skrár, oft með því að flokka líkar skrár í sömu möppuna, en möppur mynda ákveðið stigveldi eins og tré- en orðið „mappa“ er skýrskotun í bréfamöppur sem voru notaðar til að geyma blöð.
Í nýlegum UNIX-legum stýrikerfum er möppum raðað samkvæmt FHS-staðlinum.