Fara í innihald

Trjónupeðla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Psilocybe semilanceata)
Trjónupeðla

Vísindaleg flokkun
Ríki: Svepparíki (Fungi)
Fylking: Kólfsveppir (Basidiomycetes)
Flokkur: Beðsveppir (Hymenomycetes)
Ættbálkur: Hattsveppir (Agaricales)
Ætt: Blínusveppsætt (Strophariaceae)
Ættkvísl: Peðsveppir (Psilocybe)
Tegund:
P. semilanceata

Tvínefni
Psilocybe semilanceata
(Fr.) P.Kumm. (1871)
Samheiti

Agaricus semilanceatus Fr. (1838)
Geophila semilanceata (Fr.) Quél. (1886)
Panaeolus semilanceatus (Fr.) J.E.Lange (1936)
Panaeolus semilanceatus (Fr.) J.E.Lange (1939)

Trjónupeðla (svo nefnt því þetta er peðsveppur með útlit sem minnir á trýni; fræðiheiti: Psilocybe semilanceata) er lítill hattsveppur sem vex í graslendi víða í norðanverðri Evrópu. Hann inniheldur efnin psilocybin og baeocystin sem geta valdið ofskynjunaráhrifum. Trjónupeðla vex í byrjun ágúst, september og alveg fram í byrjun nóvember, en september er háannatímabil sveppsins.[1] Sveppurinn er algengur á Íslandi.

Útlit og einkenni

[breyta | breyta frumkóða]
Trjónupeðla

Trjónupeðla er lítill sveppur sem finnst í graslendi. Sveppurinn er með græn-brúnan hatt og með rjóma-hvítan stilk sem getur litast dökkgrænn eða blár niðri við jörðina. Hatturinn er keilulaga eða snubbótlega keilulaga og getur verið 0,5cm til 2,5cm í þvermál og er oftast með bungu á toppinum sem líkist geirvörtu. Stilkurinn getur ýmist verið beinn eða bylgjóttur en getur verið 3-10cm langur og 0,075-0,3cm í þvermál. Fanir sveppsins eru ekki huldar blæju en þær eru ólívu-gráar þangað til að þær þroskast en þá verða þær brún-fjólubláar. Fanirnar eru frávaxnar stilkinum og vaxa þétt saman. Gró sveppsins eru sporbaugótt og eru brún fjólublá á litin en eru 11-14 og 7-9μm á stærð.[2]

Útbreiðsla og búsvæði

[breyta | breyta frumkóða]

Trjónupeðlur finnast norðarlega í heiminum í löndum með kaldara loftslag t.d. í Evrópu og norðarlega í Norður-ameríku. Trjónupeðlur nærast á rotnandi grasrótum og finnast þá í grasi eða í túnum hvar sem það finnst. Trjónupeðla vex í stökum eða í hópi af stökum, aldrei eru fleiri en ein trjónupeðla sem vex úr sama stað í jörðinni þ.e.a.s. stilkirnir eru aldrei fastir saman. Trjónupeðlur fjölga sér rétt eins og aðrir sveppir þ.e. með gróum sem ferðast með vindinum eða einfaldlega detta niður í jörðina hjá móður sveppinum.[2]

Tímabil og loftslag

[breyta | breyta frumkóða]

Trjónupeðla vex á haustin frá ágúst til november. Sveppurinn þolir hitastig undir 15°C á daginn og undir 10°C á næturnar. Trjónupeðlur birtast oft eftir regn eða eftir fyrsta frost.[3]

Sveppurinn byrjar sem gró sem fellur til jarðar. Gróin spíra svo ef aðstæðurnar leyfa og mynda sveppþræði. Sveppþæðirnir breiðast út og nærast á lífefni þangað til að þeir verða svo þéttir að hnútar byrja að myndast en úr þessum hnútum vex æxlihnúður (sveppur). Æxlihnúðurinn vex og verður lokins fullþroska sveppur. Sveppurinn losar svo næstu kynslóð sveppa í ham gróa og hringurinn endurtekur sig.[4]

Saga neyslu

[breyta | breyta frumkóða]

Rekjanleg saga

[breyta | breyta frumkóða]

Neyslu peðlu sveppa er hægt að rekja aftur til hellisbúa eða um 9.000 f.k. en kenning Terence McKenna telur neysluna hafa byrjað fyrir 200.000 árum. Margar siðmenningar notuðust við þessa sveppi við helgisiði en frumbyggjar Mexikó kölluðu sveppina "Hold Guðanna" og sumir ættbálkar frumbyggjana notuðu þá í helgisiði þar sem fórnað var manneskjum til heiðurs stríðsguðsins Huitzilopochtli.[5][6]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Hvað getið þið sagt mér um trjónupeðlusveppi?
  2. 2,0 2,1 Kumm, P. (2013,1,10). Psilocybe semilanceata. Sótt af https://www.shroomery.org/12510/Psilocybe-semilanceata
  3. Psilocibe semilanceata. (e.d.). Sótt af https://azarius.net/smartshop/magic-mushrooms/spores-cubensis/psilocybe-semilanceata/ Geymt 19 maí 2016 í Wayback Machine
  4. Host Defence. (2017,29,6). The Mushroom Life Cycle. Sótt af https://hostdefense.com/blogs/host-defense-blog/the-mushroom-lifecycle
  5. Brusco, R. (2017,1,2). Tripping through Time: The Fascinating History of the Magic Mushroom. Sótt af https://www.ancient-origins.net/history-ancient-traditions/tripping-through-time-fascinating-history-magic-mushroom-007474
  6. Maestri, N. (2018,1,9). Huitzilopochtli. Sótt af https://www.thoughtco.com/huitzilopochtli-aztec-god-of-the-sun-171229
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.