Fara í innihald

Port Saíd

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Port Saíd á póstkorti frá 1915.
Port Saíd (2016).

Port Saíd (arabíska: بور سعيد (umritað: Būr Saʻīd)) er hafnarborg á Miðjarðarhafsströnd Egyptalands, nyrst á Súeseiðinu við norðurenda Súesskurðsins. Íbúafjöldi er um hálf milljón.

Efnahagslíf borgarinnar byggir á fiskveiðum og iðnaði, eins og efnaiðnaði, matvælaiðnaði og tóbaksvinnslu. Borgin er líka mikilvæg útflutningshöfn fyrir aðrar egypskar vörur, eins og bómull og hrísgrjón. Hún er líka eldsneytisstöð fyrir skip sem fara um Súesskurðinn. Port Saíd er fríhöfn og vinsæll sumardvalarstaður.

Austan megin við skurðinn liggur systurborg Port Saíd, Port Fúad. Daglegar ferjur tengja borgirnar.