Plastmengun
![]() |
Heimildir skortir fyrir staðhæfingum í þessari grein. Ef þú vilt bæta við heimild vinsamlegast bættu þeim við undir nýrri fyrirsögn („Heimildir“) eða skildu eftir athugasemd á spjallsíðunni. |
Plastmengun er mengun sem stafar af uppsöfnun plasts í umhverfinu sem hefur neikvæð áhrif á dýralíf, búsvæði lífvera og manninn. Plastmengun stafar af því að notkun plasts fer ört vaxandi þar sem það er bæði endingargott, létt og ódýrt efni sem nýtist betur en náttúruleg efni í alls kyns samhengi. Ókosturinn við plastnotkun felst einkum í því hvað plast endist vel. Plastrusl safnast því upp bæði á landi og í sjó og vötnum.
Dýr verða fyrir margvíslegum skaða vegna plastmengunar. Þau geta flækst í því, étið það í misgripum (oft óvitandi í formi örplasts) og fengið í sig skaðleg efni sem plastið geymir. Mannfólk verður líka fyrir skaða af völdum plasttegunda sem valda truflunum á hormónabúskap líkamans. Í Bretlandi er áætlað að 5 milljón tonn af plasti séu keypt árlega og að aðeins 24% af því skili sér til endurvinnslu. Þar með má gera ráð fyrir að um 3,8 milljónir tonna af plasti endi á ruslahaugum. Í mörgum löndum er reynt að draga úr notkun plasts og hvetja til endurvinnslu þess til að draga úr plastmengun.