Fara í innihald

Pinta

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ein pinta bjórs

Pinta eða hálfpottur er rúmmálseining í bresku og bandarísku máli. Breska pintan er um það bil 20% stærri en sú bandaríska. Breska pintan samsvarar 568 ml og er notuð á Bretlandi, Írlandi og í öðrum löndum breska samveldisins. Í Bandaríkjunum eru tvenns konar pintur notaðar, önnur og sú algengari er svokallaða „fljótandi pintan“ (473 ml) og hin er „þurra pintan“ (551 ml)

Allar þessar pintur samsvarar áttunda hluta gallons en breska gallonið og bandaríska gallonið eru misstór. Þessi munur á rætur sínar að rekja til ársins 1824, þegar rúmmálseiningar voru staðlaðar þvert yfir breska heimsveldið, en Bandaríkjamenn héldu áfram að nota gömlu ensku einingarnar. Breska pintan samsvarar 20 fljótandi únsum og sú bandaríska 16 bandarískum fljótandi únsum.

Öll lönd fyrrum breska heimisveldisins, svo sem Kanada, Ástralía og Nýja-Sjáland, tóku upp metrakerfið á sjöunda eða áttunda áratugnum og þannig er pintan ekki lengur opinber mælieining þar. Á Bretlandi eru bjór og síder seldir í pintum ásamt mjólk í fjölnota glerflöskum.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.