Kvart
Útlit
Kvart er rúmmálseining í bresku og bandarísku máli sem samsvarar fjórðungi gallons, tveimur pintum eða fjórum bollum. Þar sem gallonið hefur í gegnum tíðina verið af ýmsum stærðum hefur kvartið líka verið mismunandi. Eitt kvart samsvarar næstum því einum lítra. Skammstöfun þess er qt.
![](http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/4/4a/Commons-logo.svg/30px-Commons-logo.svg.png)
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist kvarti.