Ætibambus
Phyllostachys bambusoides | ||||||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Phyllostachys bambusoides í grasagarðinum Villa Durazzo-Pallavicini, í Genova Pegli
| ||||||||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||||||||
| ||||||||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||||||||
'''Phyllostachys bambusoides''' | ||||||||||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||||||||||
|
Ætibambus, (á ensku oft nefndur madake, giant timber bamboo eða Japanese timber bamboo) er bambustegund af ættkvíslinni Phyllostachys.
Ætibambus er helsta tegundin sem notuð er í shakuhachi flautur, og nýttur í margs konar list og smíði í Japan og Kína.
Lýsing
[breyta | breyta frumkóða]Ætibambus getur náð 15–22 m hæð og ummáli að 10–15 cm. Stönglarnir eru dökkgrænir, fremur sverir og mjög beinir. Nýir stönglar spretta síðla vors og vaxa mjög hratt, jafnvel heilan metra á dag. Tegundin blómgast mjög sjaldan, tíminn milli blómgana getur orðið allt að 130 ár. Ætibambus er talinn þola að -18°C frosti án teljandi skemmda.[1]
Útbreiðsla
[breyta | breyta frumkóða]Þessi tegund er upprunnin í Kína, en er algeng í ræktun víða um heim, sérstaklega í Japan.
Í Kína vex hann í gisnu skóglendi frá Yangtze til Wuling-fjalla upp að 1.800 metra hæð yfir sjó, í héruðunum Fujian, Guangdong, Guangxi, Guizhou, Henan, Hubei, Hunan, Jiangsu, Jiangxi, Shaanxi, Shandong, Sichuan, Taiwan, Yunnan og Zhejiang.[2]
Gallerí
[breyta | breyta frumkóða]-
Phyllostachys bambusoides 'Violascens'
-
Phyllostachys bambusoides 'Holochrysa'
-
Grein á Phyllostachys bambusoides
-
Blað á Phyllostachys bambusoides f castillonis
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Bamboo Garden
- Complete bamboo Geymt 3 mars 2016 í Wayback Machine
- ↑ „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. janúar 2016. Sótt 15. desember 2015.
- ↑ Zheng-ping Wang & Chris Stapleton: ''Phyllostachys'' [http://www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=2&taxon_id=250071004 ''Phyllostachys reticulata'', S. 176 - Online], In: Wu Zheng-yi, Peter H. Raven, Deyuan Hong (Hrsg.): ''Flora of China'', Volume 22: ''Poaceae'', Science Press u. a., Beijing u. a. 2006, ISBN 1-930723-50-4.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- „Phyllostachys bambusoides Siebold & Zucc“. Tropicos.org. Missouri Botanical Garden. Sótt 30. júlí 2012.