Philippe de Champaigne

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Ex Voto de 1662.

Philippe de Champaigne (26. maí 160212. ágúst 1674) var barokkmálari af franska skólanum. Hann fæddist í Brussel og lærði hjá Jacques Fouquières. 1621 flutti hann til Parísar þar sem hann vann við skreytingar í Lúxemborgarhöll ásamt Nicolas Poussin undir stjórn Nicolas Duchesne.

Síðar vann hann fyrir Mariu de'Medici og Richelieu kardinála. Síðar á ævinni varð hann fyrir áhrifum frá jansenisma. Eftir að lömuð dóttir hans læknaðist fyrir kraftaverk í nunnuklaustrinu Port-Royal, málaði hann eitt frægasta verk sitt Ex Voto de 1662 sem sýnir dóttur hans með abbadísinni Cathérine-Agnès Arnauld.

  Þessi myndlistagrein sem tengist Frakklandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.