Lúxemborgarhöll

Hnit: 48°50′54″N 2°20′14″A / 48.84833°N 2.33722°A / 48.84833; 2.33722
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

48°50′54″N 2°20′14″A / 48.84833°N 2.33722°A / 48.84833; 2.33722

Lúxemborgarhöll

Lúxemborgarhöll er höll sem stendur í 6. hverfi Parísar í Frakklandi fyrir norðan Lúxemborgargarðinn. Höllin hýsir frönsku öldungadeildina. Vinna við höllina hófst árið 1612 og hún var fullbyggð 1615. Hún var reist fyrir drottninguna Mariu de'Medici sem lét teikna hana eftir Palazzo Pitti í Flórens og kallaði hana „Medici-höllina sína“. Yfirbyggingarmeistari var Salomon de Brosse. Hirðmálari hennar, Peter Paul Rubens, gerði stór málverk fyrir höllina og síðar unnu bæði Nicolas Poussin og Philippe de Champaigne að skreytingu hallarinnar. Höllin var um skeið opin almenningi sem listasafn á síðari hluta 18. aldar. Höllin var meðal annars heimili Maríu Lovísu Elísabetar af Orléans og Napoléons Bonaparte. Milli 1799 og 1815 var henni breytt mikið og hún gerð að þinghúsi frönsku öldungadeildarinnar. Hermann Göring notaði höllina sem höfuðstöðvar í París meðan á hernámi Þjóðverja stóð 1940-1944 og undirmaður hans Hugo Sperrle bjó þar.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.