Peter Lewis
Útlit
Peter Benjamin Lewis (11. nóvember 1933 – 23. nóvember 2013) var bandarískur milljarðamæringur frá Cleveland í Ohio. Hann var stjórnarformaður í tryggingarfyrirtækinu Progressive Insurance Companies sem er fimmta stærsta tryggingarfyrirtækið í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Lewis þótti sérvitur og fara nýjar leiðir í viðskiptum. Hann lét byggja byggja heilsurækt og ferðaþjónustu fyrir starfsmenn í höfuðstöðvum Progressive og lagði áherslu á nútímalist. Hann taldi mikilvægt að búa til starfsumhverfi þar sem skapandi hugsun þrifist en það væri leið til að auka hagnað í í fyrirtækjarekstri. Lewis gaf miklar fjárhæðir til listasafna, háskóla og ýmis konar góðgerðarmála og stjórnmála.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- „Bandarískur sérvitringur í Reykjavík“ Morgunblaðið netútgáfa, 11. júlí 2008
- „Eccentric billionaire has high profile at home“ eftir Josie Clarke, The New Zealand Herald 31. ágúst 2000.
- „FPO chief explains tragic ending“ eftir Daniel Chang og Gail Meadows, The Miami Herald 25. maí, 2003
- „Who owns Cleveland?“ eftir Thomas Kelly Geymt 15 október 2004 í Wayback Machine, The Cleveland Free Times 10. mars 2004.