Fara í innihald

Pakse

Hnit: 15°07′N 105°47′A / 15.117°N 105.783°A / 15.117; 105.783
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Brúin yfir Mekong, Pakse

Pakse einnig skrifað Pakxefrönsku Paksé) er borg í suðurhluta Laos, þar sem fljótið Xedone rennur í Mekong. Borgin er stærsta borg í Champasak héraðinu og aðalleið inn á Bolaven hásléttuna. Hún var lengi höfuðborg í laoska konungsdæminu Champasak, sem var afnumið 1946 þegar hið sameinaða konungsríki Laos var stofnað. Frakkar gerðu Pakse að fyrstu aðalstöð sinni í Laos 1905. Með stuðningi Japan var byggð brú yfir Mekong hjá borginni árið 2000 og var það fyrsta brúin yfir fljótið. Atvinnulíf, ekki síst umsjón ferðamanna, hefur stóraukist við tilkomu brúarinnar. Íbúafjöldi Pakse er um 87,000.

15°07′N 105°47′A / 15.117°N 105.783°A / 15.117; 105.783