P. D. James

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
P. D. James árið 2013.

Phyllis Dorothy James, barónsfrú James af Holland Park (3. ágúst 1920 – 27. nóvember 2014) var enskur glæpasagnahöfundur sem er þekktust fyrir bókaröð um ljóðelska rannsóknarlögreglumanninn Adam Dalgliesh. Sögur hennar um hann voru gerðar að röð sjónvarpsmynda sem sýndar voru á ITV á 9. og 10. áratug 20. aldar. Sögur hennar um einkaspæjarann Cordeliu Gray hafa líka orðið að sjónvarpsþáttum og dystópíska sagan The Children of Men var kvikmynduð árið 2006. James starfaði í áratugi hjá breska heilbrigðiskerfinu og stofnanamenning þess og annarra breskra stofnana á 20. öld myndar bakgrunn sagna hennar.

  Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.