Pípukragi
Útlit
Pípukragi (eða rúkragi) er stífaður kragi í þéttum fellingum (pípum) sem var í tísku meðal aðalsfólks og borgara í Evrópu á 16. og 17. öld.
Pípukraginn er upprunalega frá Spáni og komst í tísku á síðari hluta 16. aldar. Í upphafi Barokktímans minnkaði notkun hans umtalsvert, en hélt þó áfram vinsældum sínum í Hollandi og sem hluti af hátíðarbúningum og prestskrúða í norðurhluta Þýskalands og í Danmörku. Pípukraginn er enn hluti af prestskrúða sums staðar í löndum mótmælenda, s.s. á Íslandi.