Orghestar
Útlit
Orghestar voru íslensk rokkhljómsveit sem spratt upp úr annarri hljómsveit, Kamarorghestum, og var skipuð þeim Benóný Ægissyni, Gesti Guðnasyni , Brynjólfi Stefánssyni og Sigurði Hannessyni og um tíma starfaði Karl Sighvatsson með henni. Hljómsveitin starfaði á árunum 1980 til 1982 og lék á fjölda tónleika og setti m.a. upp rokkóperuna Eggjun Jófríðar Signýjar árið 1981. 1982 gáfu þeir út stuttskífuna Konungar spaghettifrumskógarins.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Orghestar á Discogs.com