Fara í innihald

Oodaaq-eyja

Hnit: 83°40′32″N 30°40′10″V / 83.67556°N 30.66944°V / 83.67556; -30.66944
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

83°40′32″N 30°40′10″V / 83.67556°N 30.66944°V / 83.67556; -30.66944 Oodaaq-eyja er eyja norðaustur af Grænlandi og hefur af sumum verið talin nyrsta eyja í heimi. Hún var skírð eftir einum helsta sleðaekli Robert Peary, Oodaaq, sem fæddist í nánd við Thule árið 1878. Hann var Inuíti og var þátttakandi ferð Pearys á Norðurpólinn.

Árið 1978 var gerður út leiðangur til að fá úr því skorið hvort Eyja kaffiklúbbsins [1] (Danska: Kaffeklubben Ø) væri nyrsta eyja í heimi. Meðan á mælingum stóð uppgötvaði einn leiðangursmanna, Uffe Petersen, frá Nuuk, einhvers konar malarbing úti við sjóndeildarhringinn en við nánari athugun kom í ljós að þetta var lítil eyja, 30 metrar í þvermáli. Mælingar sýndu að eyja þessi er á 83° 40′ 32" N og 30° 40′ 10" V og um 703 kílómetra frá Norðurpólnum. Margir eru ekki hlynntir því að Ooodaaq teljist til eyju, og nokkrir leiðangursmenn á norðurslóðir hafa þóst sjá að hún sé horfin undir yfirborð sjávar.

  1. Lesbók Morgunblaðsins 1981
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.