Fara í innihald

Odsherred

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Odsherred

Odsherred eða Ods Herred er sveitarfélag í Sjálandshéraði í Danmörku. Nafnið þýðir bókstaflega Oddahérað og dregur hafn sitt af Sjálandsodda sem skagar út frá eyjunni í vestur. Frá oddanum eru ferjusiglningar til Árósa og Ebeltoft. Áður fyrr tengdist héraðið Sjálandi um mjótt eiði, en landfyllingar hafa fyllt upp í Lammefjorden austan megin við eiðið frá 1873. Héraðið á strönd að Sejerø Bugt í vestri, Hesselø Bugt í Kattegat í norðri og Isefjorden og Lammefjorden í austri.

Í Odsherred eru margir vinsælir sumardvalarstaðir, eins og höfnin í Rørvig og skemmtigarðurinn Sommerland Sjælland.

Dragsholmhöll (reist 1250) er helsti herragarður héraðsins.

Á miðöldum tilheyrði héraðið Vestursýslu Sjálands en varð síðar hluti af Dragsholmléni (eftir herragarðinum og fyrrum biskupssetrinu Dragsholmhöll) sem árið 1660 varð að Dragsholm Amti sem að síðustu féll undir Holbæk Amt árið 1793, sem frá 1970 heyrði undir Vestsjællands Amt. Við sameiningu sveitarfélaga í Danmörku 2007 sameinuðust öll sveitarfélögin þrjú í Odsherred í eitt og heyra síðan undir Sjálandshérað. Höfuðstaður sveitarfélagsins er Højby

Í Odsherred er einn gamall kaupstaður, Nykøbing með um 5.000 íbúa, og margir minni bæir.

Sólvagninn fannst árið 1902 í Trundholmmýri í Odsherred. Hann er nú til sýnis á Danska þjóðminjasafninu.

Helstu bæir í Odsherred[breyta | breyta frumkóða]