Ebeltoft

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ebeltoft er bær á suðaustur hluta Jótlands í Danmörku. Íbúafjöldi bæjarins er 7.200 (2018).

Bærinn liggur á vesturhlið nessins eða skagans Hasnæs, og er eini bær á austur Jótlandi með höfn sem snýr að vestri.


Ebeltoft er formlega stofnaður árið 1200 og með kaupstaðaréttindi frá 1302. Hann tekur við nokkru fleirra af ferðanmönnum en að jafnaði gerist, þykir gamli bærinn álitlegur ásamt görðum og söfnum.

Í bænum var fyrsta einkarekna sjúkrahús Danmerkur sett upp 1989 svo eitthvað sé nefnt.