Notandi:María Guðrúnar.
María Guðrúnar. Ágústsdóttir er prestur í Fossvogsprestakalli með aðstöðu í Grensáskirkju. Hún vígðist til prestsþjónustu í Dómkirkjunni í Reykjavík 3. janúar 1993 og starfaði þar til 1996. Næstu árin vann María við þýðingar og námskrárgerð fyrir Biskupsstofu ásamt því að sinna prestsþjónustu í afleysingum í Háteigskirkju og sem sjúkrahúsprestur á Landspítalanum við Hringbraut. Í nóvember 2000 var María sett inn í embætti héraðsprest í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra með aðstöðu og þjónustu við söfnuð prófasts í Hallgrímskirkju. Veturinn 2012-2013 hafði María vistaskipti við verkefnisstjóra á fræðslu- og þjónustusviði Biskupsstofu. Í apríl 2015 flutti prófastsskrifsstofan í Háteigskirkju og þar með héraðsprestembættið. Veturinn 2016-2017 hafði María vistaskipti við prófast og gengdi embætti prest við Háteigskirkju. Frá september 2017 þjónaði María Grensásprestakalli í leyfi sóknarprests. Þann 1. október 2019 var hún skipuð prestur í sameinuðu prestakalli Bústaða- og Grensássókna, Fossvogsprestakalli.
María hefur gengt margvíslegum trúnaðar- og félagsstörfum á kirkjulegum vettvangi. Hún var formaður Nýrrar dögunar, samtaka um sorg og sorgarviðbrögð, á árunum 2000-2003, og hefur verið formaður Samstarfsnefndar kristinna trúfélaga á Íslandi frá árinu 2001, auk sjálfboðastarfa fyrir Alþjóðlegan bænadag kvenna á Íslandi frá árinu 1993-2019, svo nokkuð sé nefnt. Fjölmargar greinar og prédikanir Maríu hafa birst í tímaritum, dagblöðum og á netinu.
Í nóvember 2016 varði María doktorsrannsókn sína frá Háskóla Íslands á sviði samstæðilegrar guðfræði (trúfræði). Rannsóknin skoðar tengsl á milli kristinna trúfélaga út frá eigindlegri aðferðafræði. María lauk embættisprófi í guðfræði frá Háskóla Íslands haustið 1992 og prófi frá sama skóla í uppeldis- og kennslufræði vorið 1994. María er fædd á Egilsstöðum 20. febrúar 1968 og er fimm barna móðir. Foreldrar hennar eru Guðrún Lára Ásgeirsdóttir (f. 1940) og séra Ágúst M. Sigurðsson (1938-2010).