Fossvogsprestakall

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Fossvogsprestakall var stofnað 1. júní 2019 við niðurlagningu Bústaðaprestakalls og Grensásprestakalls. Í sameinuðu prestakalli eru tvær sóknir, Bústaðasókn og Grensássókn. Séra Pálmi Matthíasson er sóknarprestur og með honum þjóna (frá 1. október 2019) séra Eva Björk Valdimarsdóttir og séra María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir, dr. theol. Hólmfríður Ólafsdóttir, djákni, starfar við Bústaðakirkju og annast einkum starf með eldriborgurum í báðum sóknum, og Daníel Ágúst Gautason er djákni Grensássóknar og hefur umsjón með barna- og æskulýðsstarfi í báðum sóknum. Organistar eru Ásta Haraldsdóttir í Grensáskirkju og Jónas Þórir í Bústaðakirkju.

[1][2]

[1][2]

  1. „Grensáskirkja“ . Sótt 22. maí 2020.
  2. „Heim | Bústaðakirkja“. www.kirkja.is. Sótt 22. maí 2020.