Fara í innihald

Notandi:Kfk/sandbox

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bergþóra Árnadóttir
Bergþóra Árnadóttir
Bergþóra Árnadóttir
Upplýsingar
FæddBergþóra Árnadóttir
1948
Dáin2007
StörfSöngvari
HljóðfæriRödd og gítar
Þuríður í gættinni á Röðli 1966 eða 1967.

Bergþóra Árnadóttir (f. 23. janúar 1948) d. 8. mars 2007 var einn af frumkvöðlum vísnatónlistar á Íslandi og lengi vel atkvæðamesta konan í hópi söngvaskálda..

Bergþóra ólst upp í Hveragerði með systkinum sínum Bergi og Grétu en foreldrar hennar eru Árni Jónsson trésmiður, frá Ísafirði (f.20.6. 1923, d. 26.8. 1993) og Aðalbjörg Margrét Jóhannsdóttir, fædd á Reykjum á Reykjaströnd (f.5.3. 1922). Foreldrar Bergþóru voru bæði unnendur tónlistar og spiluðu á hljóðfæri, Aðalbjörg á gítar og munnhörpu og Árni á gítar.

Tónlistarferill

[breyta | breyta frumkóða]

Árið 1965 sagði söngurinn til sín og Þuríður hóf upp raust sína á skemmtistaðnum Lídó. Hún sló í gegn og var drifin í stúdíó þar sem hún söng með hljómsveitinni Lúdó og Stefáni lagið „Elskaðu mig“ inn á plötu. Lagið varð geysivinsælt og framtíðin brosti við hinni sextán ára gömlu söngkonu. Í framhaldinu hóf hún að syngja með Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar og varð það að fimm ára farsælu samstarfi. Hljómsveitin lék einkum á skemmtistaðnum Röðli (við Brautarholt) sem var opinn alla daga vikunnar. Ásamt Þuríði söng Vilhjálmur Vilhjálmsson með hljómsveitinni. Árið 1969 kom út fyrsta tveggja laga sólóplata Þuríðar með lögunum, „Ég ann þér enn“ og „Ég á mig sjálf“. Platan og söngurinn hlutu lof gagnrýnenda og í vinsældakosningum var hún valin „vinsælasta söngkona ársins“ og platan „hljómplata ársins“. Eftir árin með Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar söng Þuríður með ýmsum hljómsveitum og listamönnum svo sem: Ragnari Bjarnasyni, Gunnari Þórðarsyni, Jóni Páli Bjarnasyni, Tríó Hjörleifs Valssonar, hljómsveitinni Vanir menn og Pálma Gunnarssyni í hljómsveitinni Íslandía.

Þuríður og Pálmi felldu hugi saman og rugluðu reitum. Saman gáfu þau út tvær hljómplötur: Þuríður og Pálmi syngja lög eftir Gunnar Þórðarson sem kom út hjá SG hljómplötum 1972 og Þuríður og Pálmi sem kom út hjá Fálkanum 1973.

Feðgin syngja saman

[breyta | breyta frumkóða]

Árið 1971 kom út á vegum SG hljómplatna tólf laga platan Feðginin Sigurður Ólafsson og Þuríður Sigurðardóttir syngja saman, SG 042. Um tilurð þeirrar plötu sagði útgefandinn.

Ég hitti kunningja minn, Sigurð Ólafsson, á götu snemma á árinu 1971 og tók hann tali. Spyr hann, meðal annars, hvenœr hann hafi sungið inn á sína síðustu plötu. Hann fer yfir þetta í huganum og við verðum sammála um, að sennilega séu rúmlega tíu ár síðan. En á árunum 1955—60 kom út hver hljómplatan á fætur annarri með Sigurði, sem allar náðu miklum vinsœldum og heyrast margar hverjar enn þann dag í dag í útvarpinu. Ég skýt því að Sigurði, ef til vill meira í gamni en alvöru, að það sé svo sannarlega kominn tími til að hann syngi inn á eina plötu í viðbót. Hann þverneitaði, sagðist varla opna munninn, vera að verða 55 ára og þar að auki nýstaðinn upp úr veikindum. Þegar ég hafði heyrt þessar fortölur þá varð þetta orðið meira í alvöru en gamni hjá mér, og samtalinu lauk með því, að ég tók loforð af Sigurði um að hann myndi syngja inn á enn eina plötu, þó með því skilyrði, bœtti hann við, að hún Þuríður hjálpaði sér í nokkrum lögum.
 

Útgefið efni

[breyta | breyta frumkóða]

SG-hljómplötur

[breyta | breyta frumkóða]

45 snúninga

  • SG 513 - Lúdó Sextett, Stefán Jónsson, Þuríður Sigurðardóttir - Er nokkuð eðlilegra / Ég bíð ein // Laus og liðugur / Elskaðu mig (1966)
  • SG 531 - Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar, Þuríður og Vilhjálmur - Ég bið þig / S.O.S. ást í neyð // Ég er í ofsa stuði / Bónorðið (1968)
  • SG 539 - Þuríður Sigurðardóttir - Ég á mig sjálf // Ég ann þér enn (1969)
  • SG 547 - Þuríður Sigurðardóttir - Í okkar fagra landi / Vinur kær (1970)

Breiðskífur

  • SG 042 - Sigurður og Þuríður - Feðgin syngja saman (1971)
  • SG 054 - Þuríður og Pálmi - Þuríður og Pálmi syngja lög eftir Gunnar Þórðarson (1972)
  • SG 071 - Þuríður Sigurðardóttir – Fjórtán vinsæl lög (1973)

Breiðskífur

  • MOAK 31 - Þuríður og Pálmi - Þuríður og Pálmi (1973)

Safnplötur

[breyta | breyta frumkóða]
  • Af einskærri Sumargleði – Sumargleðin ýmsir flytjendur - Steinar hf - 1984
  • Við sem heima sitjum, lög Bjarna Hjartarsonar, ýmsir flytjendur - 1984
  • Sumargleði, ýmsir flytjendur Sumargleðinnar -
  • Danslagakeppni Hótel Borgar, ýmsir flytjendur, Ólafur Laufdal - 1986
  • Logadans, Lýður Ægisson - Lýður Ægisson - 1989
  • Aftur til fortíðar 60-70 Útgáfufélagið Steinar - 1990
  • Landslagið 1991 Úgefandi PS músík - 1991
  • Ég veit þú kemur - Þjóðhátíðarlögin vinsælu – Útgefandi: Sena - 1991
  • Endurminningar - Útgefandi Spor 1992
  • Lagasafnið 4 - ýmsir flytjendur Útgefandi: Stöðin - 1993
  • Stelpurnar okkar 1944 - 1969 Útgefandi: Spor - 1994
  • Gæðamolar - 1996
  • Svona var á Sigló - ýmsir flytjendur Útgefandi: Laugarásvideo ehf, Leó R. Ólason - 1997
  • Liðnar stundir - Frændurnir Bjarni frá Geysi og Eiríkur frá Bóli - ýmsir flytjendur - 1998
  • Ljúft og létt – Útgefandi: Sena - 2000
  • Gleðileg jól - Útgefandi: Geimsteinn - 2000
  • Pottþétt hinsegin – Útgefandi Skífan - 2002
  • Sólglit í skýjum – Bjarni frá Geysi, Skálholtskórinn og Þuríður Sigurðardóttir - 2002
  • Sigurður Ólafsson, Þín minning lifir Útgefandi: Skífan - 2003
  • Curriculum Vitae, lög Ragnars Kristins Krisjánssonar, Útgefandi Ragnar Kristinn - 2004
  • Horft til baka – Bjarni Sigurðsson frá Geysi, ýmsir flytjendur - 2004
  • Svona var 1966 - Útgefandi: Íslenskir tónar - 2005
  • Óskastundin 4 Lög valin af Gerði G. Bjarklind – Útgefandi Íslenskir tónar - 2005
  • Í brekkunni - Á Þjóðhátíð í Eyjum - 2007
  • Svona var 1969 - Útgefandi: Íslenskir tónar - 2008
  • Svona var 1970 – Útgefandi: Íslenskir tónar - 2008
  • Svona var 1971 – Útgefandi: Íslenskir tónar - 2008
  • Svona var 1973 – Útgefandi: Íslenskir tónar - 2008
  • Fallegur dagur, Ragnar Kristinn, Útgefandi: Þingberg ehf - 2008
  • 100 íslenskar ballöður - Útgefandi: Íslenskir tónar - 2009
  • 100 íslensk 70‘s lög - 2009
  • Íslenskt 60s -
  • Manstu gamla daga – Vinsæl lög frá 1960 - 1969
  • Jólaplata Björgvins Halldórssonar -
  • SG hljómplötur - Þriggja diska safn í tilefni 50 ára afmælis SG hljómplatna - Sena 2014

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]