Gunnar Þórðarson
Útlit
Gunnar Þórðarson (f. 4. janúar 1945) er íslenskur tónlistarmaður og lagahöfundur. Hann fæddist á Hólmavík en fluttist 8 ára til Keflavíkur. Gunnar hóf feril sinn með hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar í Njarðvík 1963. Hann var síðan í hljómsveitinni Hljómum sem gaf út hljómplötu 1964 með tveimur lögum, báðum eftir Gunnar, en það voru „Fyrsti kossinn“ og „Bláu augun þín“. Bæði lögin náðu vinsældum. Síðar var Gunnar í hljómsveitunum Trúbroti og Ðe Lónlí Blú Bojs og var aðallagahöfundur þeirra sveita. Hann hefur einnig samið tónlist fyrir íslenskar kvikmyndir og sjónvarpsþætti.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Ólafur Ormsson. 1998. „Upp og niður tónstigann“. Morgunblaðið, 25. október 1998, bls. 8B–9B.