Jón Páll Bjarnason

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jón Páll Bjarnason
Jón Páll Bjarnason, jazzgítarleikari
Jón Páll Bjarnason, jazzgítarleikari
Upplýsingar
FæddurJón Páll Bjarnason
6. febrúar 1938
Dáinn16. ágúst 2015
StefnurJazz
HljóðfæriGítar

Jón Páll Bjarnason (f. 6. febrúar 1938, d. 16. ágúst 2015) var íslenskur gítarleikari. Hann fæddist á Seyðisfirði, sonur hjónanna Önnu G. Jónsdóttur hjúkrunarfræðings og Gunnars Bjarnasonar verkfræðings og skólastjóra Vélskóla Íslands.[1]

Hann tók kornungur að leika með bestu hljómsveitum landsins fyrir dansi, fyrst hér á landi en sótti síðar á svipuð mið í Danmörku og Svíþjóð og um skeið lék hann með erlendum tónlistarmönnum á skemmtiferðaskipum á Karíbahafi. Síðar á ævinni fór hann í framhaldsnám í list sinni í Los Angeles í Bandaríkjunum og lék þar m.a. með Buddy Rich's big band.[2]

Hann stundaði gítarkennslu í einkatímum og kenndi bæði við tónlistarskóla FÍH og grunnskólann á Akranesi.

Jón Páll var þríkvæntur. Fyrsta kona hans var Elly Vilhjálms söngkona. Þau skildu en áttu dótturina Hólmfríði Ástu. Önnur kona Jóns Páls var Erna Haraldsdóttir flugfreyja, sem fórst í flugslysinu mikla á Sri Lanka í nóvember 1978. Þriðja eiginkona hans var Roberta Ostroff rithöfundur í Bandaríkjunum, en hún lést 2004. [1]

Neðanmálsgreinar[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 Jón Páll Bjarnason látinn Visir.is 17.8.2015. Sótt 17.8.2015
  2. Jón Páll sjötugur Mbl.is 6.2.2008. Sótt 17.8.2015

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.