Notandi:Guðmundur Ingvarsson/sandbox
Granastaðir í Eyjafjarðardal
[breyta | breyta frumkóða]Granastaðir eru rústir víkingaaldar-bæjar í Eyjafjarðarsveit í Eyjafjarðarsýslu. Granastaðarústir eru á milli Tjarna og Hólasels í Eyjarfjarðardal og er u.þ.b. 50 km. suður af Akureyri.
Umhverfi
[breyta | breyta frumkóða]Bæjarstæðið er um 250 metra yfir sjávarmáli og rúma 50 km. inn í landi. Rétt utan við hálendismörkin. Rústir bæjarins eru á grónum malarási á austurbakka Eyjafjarðarár. Beint upp af bæjarstæðinu er Glerárdalur og úr honum rennur áin Glerá. Yfir þúsund metra há fjöll umlykja dalinn á þessum stað. Austan megin er Hólafjall, og þar sunnar er Fellið. Vestan megin í dalnum er Torfufell og rétt sunnar er Kerlingarhnjúkur.
Fyrri heimildir um Granastaði
[breyta | breyta frumkóða]Nafnið Granastaðir koma sennilega einu sinni fyrir í Reykdælu. Þar er talað um Grana sem býr á Granastöðum í Eyjafjarðardölum en hugsanlega er þetta ruglingur við Arnarstaði sem eru nefndir í fyrri útgáfum Reykdælu. Í bók sinni Bidrag til en historisk-topografisk beskrivelse af Island (1882) segir Kristian Kaalund frá eyðibýli í Eyjafjarðardal með þessu nafni og hefur það eftir munnmælasögum úr sveitinni og telur hann það kunni að vera hinir sömu Granastaðir og koma fyrir í Reykdælu. Samkvæmt sömu munnmælasögum lagðist bærinn í eyði í kjölfar svartadauða árið 1402.[1]
Fornleifarannsóknir
[breyta | breyta frumkóða]Árið 1930 kannaði Matthías Þórðarson fyrsti þjóðminjavörður Íslands tóftabrot við Granastaði og lét friða tóftirnar í kjölfarið. Rannsóknir stóðu yfir árin 1987 – 1991 og var verkefnisstjóri rannsóknanna Bjarni F. Einarsson. Rannsóknir þessar voru liður í doktorsverkefni Bjarna. The Settlement of Iceland; A Critical Approach. Granastaðir and the Ecological Heritage. Rústirnar eru alls 18, en fernar rústir sem taldar eru vera frá nútíma.Helst ber að nefna rústir skála með tvær viðbyggingar, tvenn jarðhýsi, túngarð, tvenn meint kuml og útihús. Aðeins eitt byggingarstig er að Granastöðum.
Skáli
[breyta | breyta frumkóða]Skálinn mældist 79 fermetrar að gólffleti. Lengd skálans innanveggja er rétt rúmir 13 m. og breidd hans nálægt miðju um 4,5 m. Skálinn er þrískiptur með langeldi fyrir miðju og setbekkjum meðfram veggjum. Grjót hefur ekki verið notað með torfi í vegghleðslur. Önnur viðbyggingin við skálann er niðurgrafið eldhús sem tengist norðurenda skálans og hefur verið innangegnt á milli. Hin viðbyggingin er reykhús norður á skálanum.[2]
Jarðhýsi
[breyta | breyta frumkóða]Jarðhýsið er þrískipta, þ.e.a.s. eftir hluta af gólfinu, spölkorn frá vegg, hafa tvær samhliða stoðaraðir gengið, sem skipt hafa húsinu í þrjá hluta á lengdina. Þar sem stoðir eru ekki úti á gólfinu, er lagt hnefastórum steinum og hefur sá hluti hússins verið vinnustaður og matargerðastaður. Þar er ofn til staðar og dyr ganga inn í húsið. Þess má geta að jarðhýsin á Granastöðum eru tvö. Annað er órannsakað.
Gripir
[breyta | breyta frumkóða]Yfir 300 gripir fundust við rannsóknina. Þar með talið stórt beinasafn sem samanstendur m.a. af fisk, (bæði úr sjó og ferskvatni), fugli, kindum, hestum, hundum, svínum og nautgripum. Mikið fannst af kúskel. Einnig fundust snældusnúðar, taflmaður úr rauðum sandstein, eldsláttusteinn úr hrafntinnu, tafla úr hnefatafli, hnífar, sörvistölur, skrautsteinar, glerperlur, kambar, brýni og kljásteinar. Allir þeir gripir sem fundust voru gerðir úr steintegundum sem fyrirfinnast í Eyjafjarðardal.[3] Fyrir utan þá gripi úr [steintegundum] sem ekki finnast á Íslandi.
Aldursgreiningar
[breyta | breyta frumkóða]Gjóskulagafræði og kolefnisaldursgreiningar, voru notaðar við rannsóknina. Einnig var hægt að rekja suma gripi til víkingaaldar eins og til dæmis perlur. Granastaðir voru eldri en gjóskulagið H-1104 (súrt gjóskulag úr Heklu) en yngri en Landnámslagið. Allar þær kolefnisaldursgreiningarnar sem gerðar voru við rannsóknina voru greindar af A. Brathen í Trollhattan í Svíþjóð. Viðarkolasýnin voru öll af birki. Niðurstöður greininganna sýndu aldur á bilinu 900-1200.[4] Greining beinaleifa og frjókorna var einnig beitt.
Rannsóknir Bjarna F. Einarssonar
[breyta | breyta frumkóða]Bjarni gerir grein fyrir því í tímaritinu Súlum árið 1989 að hann sé á móti óhóflegri notkun Íslendingasagnanna í rannsóknum á upphafi byggðar á Íslandi og vill leyfa fornleifunum að vera sjálfstæður vitnisburður um landnámið. Þessi hugmyndafræði hentar ágætlega á rannsóknum á þessum bæjarleifum því eins og fyrr segir er aðeins til ein hugsanleg heimild um Granastaði.[5]
Hið félagslega rými að Granastöðum
[breyta | breyta frumkóða]Að rannsókn lokinni birti Bjarni Einarsson hugmyndir sínar um félagslega hegðun fólks á Granastöðum. Greinin heitir Hið félagslega rými að Granastöðum. Hann lítur svo á að innan fornleifafræðinnar sé hægt að þróa „kenningar um félagsleg tengsl og skipulag samfélaga“, beita þeim svo á fornleifar og finna á þann hátt sjálfstæða vísindalega leið.[6] Þessi aðferðafræði við túlkun fornminja er ein sú frumlegasta sem hefur verið gerð á hér á landi. Reynt er að skýra félagslega hegðun út frá dreifingu gripa í húsakynnum.
Ályktanir
[breyta | breyta frumkóða]Búskapur á Granastöðum hefur byrjað snemma á [landnámsöld] og aldursgreiningar á sýnum benda til þess að bærinn hafi verið yfirgefinn á [10. öld].Fólkið hefur komið á staðin og byrjað á því að grafa fyrir jarðhýsum þar sem það hafði til á meðan skálinn var byggður. Út frá stærð og umfangi bæjarins má áætla að 10-50 manna fjölskylda hafi búið þar. Fólkið hefur borið hálsfestar og kembt hár sitt. Það kunni að búa til áhöld úr steini, bæði sköfur og skurðaráhöld úr hrafntinnu og jaspismolum, sem slegnir voru með járnhamri.[7] Fólkið komst af með því að veiða sér til matar, halda húsdýr og hugsanlega átt í viðskiptum við aðra. En rannsókn á öskuhaugum leiddi í ljós töluvert magn beina úr sjávarfisktegundum. Miðað við vegalengd bæjarins frá sjó bendir þetta til þess að annaðhvort hafi menn verið sendir í ver eða stundað vöruskipti við fólk sem bjó við sjávarsíðuna.[8]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Bjarni F. Einarsson. 1995. bls. 72
- ↑ Bjarni F. Einarsson. Súlur 29. 1989. bls. 36
- ↑ Bjarni F. Einarsson. Súlur 29. 1989. bls. 37 - 3
- ↑ Bjarni F. Einarsson. 1995, bls. 99 - 100
- ↑ Bjarni F. Einarsson. Súlur 29. 1989. bls. 22-23
- ↑ Bjarni F. Einarsson. Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1992, bls. 51-75
- ↑ Gísli Sigurðsson. 2000. Eyjarfjörður frá öndverðu bls.10
- ↑ Ragnar Edvardsson. 2004. bls. 3- 4
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Bjarni F. Einarsson. "Hið félagslega rými að Granastöðum". Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1992, bls. 51-75.
- Bjarni F. Einarsson „Jaðarbyggð á Eyjafjarðardal. Víkingaraldarbærinn Granastaðir“. Súlur 29, 1989, bls. 22 – 77.
- Bjarni F. Einarsson. The settlement of Iceland: A critical approach. Granastaðir and the Ecological Heritage. Reykjavík: 1995 Hið íslenska bókmenntafélag
- Gísli Sigurðsson. 2000. Eyjarfjörður frá öndverðu. Lesbók Morgunblaðsins,13. maí. Bls. 10. Sótt í gagnasafn Tímarit.is. Vefslóð:http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=242939&pageId=3315480&lang=is&q=Granast%F6%F0um -skoðað 12.03.14
- Íslendingasögur Vol. 9, 1947:203
- Kaalund, K. Íslenskir sögustaðir. Bd. III. Reykjavík 1985, bls. 88.
- Ragnar Edvardsson, Verstöðvarnar á Sauratúni og Skálavík Fornleifarannsókn á verminjum á Vestfjörðum Áfangaskýrsla. NV nr. 03-04. 2004, bls. 4. vefslóð: http://nave.is/utgefid_efni/skra/139/ - Skoðað 11.03.2014
Tengt efni
[breyta | breyta frumkóða][[]]