Ediksýra

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ediksýra er glær vökvi
Ediksýra sem kristallar

Ediksýra er lífrænt efnasamband sem gefur ediki bragð og lykt. Efnafræðileg uppbygging edikssýru er CH3COOH (einnig skrifað sem CH3CO2H eða C2H4O2). Hrein edikssýra sem inniheldur ekkert vatn (ísedik) er glær vökvi sem dregur í sig vatn úr umhverfinu og storknar í glæra kristalla við hitastig undir 16,7 °C.

Edik sem notað er til að bragðbæta mat eða súrsa grænmeti og annan mat inniheldur vanalega 4-18% ediksýru miðað við þyngd. Borðedik er oft enn þynnra (4% til 8% af ediksýru).

  Þessi efnafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.