Fara í innihald

Norræn tungumál

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Norrænt mál)

Norræn eða norðurgermönsk tungumál eru indóevrópsk tungumál sem aðallega eru töluð á Norðurlöndum. Þau tilheyra flokki germanskra tungumála.

Þessi mynd gefur hugmynd um útbreiðslu fornnorrænu í kringum upphaf 10. aldar. Rauði liturinn sýnir mállýskuna vesturnorrænu; appelsínuguli liturinn sýnir mállýskuna austurnorrænu. Bleiki liturinn sýnir forngotlensku og græni liturinn sýnir aðrar germanskar mállýskur sem norrænir menn gátu skilið og gert sig skiljanlega við talendur þeirra.

Málsögulega eru norrænu málin yfirleitt flokkuð í tvo hópa:

Taka skal fram að ýmsar svæðis- og stéttarmállýskur í Noregi, þar með talið bókmálið og ríkismálið hafa talist bæði til vestur- og austurnorrænna mála. Í héruðunum Bohuslän og Jamtlandi, sem tilheyrt hafa Svíþjóð síðan á 17. öld, finnast einnig mállýskur sem náskyldar eru norsku.

Einnig hafa norrænu málin flokkast í suður- norðurnorræn mál:

Þriðja skilgreiningin flokkar norrænu málin í meginlands- og eyjamál:

  • Norræn meginlandsmál sem eru danska, norska og sænska.
  • Norræn eyjamál sem eru íslenska og færeyska, ásamt útdauðu málunum norn og grænlandsnorrænu.

Frekari fróðleikur

[breyta | breyta frumkóða]
  • Oskar Bandle (ed.), The Nordic Languages: An International Handbook of the History of the North Germanic Languages, Berlin 2005, ISBN 3-11-017149-X.
  • Harald Hammarström, Robert Forkel and Martin Haspelmath (eds.), North Germanic, Jena 2017.
  • Jóhannes Gísli Jónsson and Thórhallur Eythórsson, Variation in subject case marking in Insular Scandinavian, Nordic Journal of Liguistics, 28 (2005), 223–245.
  • Iben Stampe Sletten, Norðurlandamálin með rótum og fótum, København, 2005.