Svamphönd
Svamphönd | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Isodictya palmata | ||||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||||
Spongia digitata |
Svamphönd[1] eða Njarðarvöttur[2] (fræðiheiti: Isodictya palmata) er tegund svampdýra af flokki hornsvampa.
Nafngift
[breyta | breyta frumkóða]Nafnið svamphönd vísar til útlits svampsins, en hann getur vaxið í lagi sem minnir á mannshönd. Á ensku nefnist tegundin mermaid's glove (ísl. hafmeyjarhanski) og á færeysku ber hann nafnið njarðarvøttur.
Orðið njarðarvöttur hefur einnig verið notað í íslensku. Orðið kemur fyrir í þýðingu Odds Gottskálkssonar á Nýja testamentinu sem prentuð var árið 1540. Síðar hefur orðið verið notað í öllum íslenskum biblíuþýðingum frá 1584 til 1981. Orðið birtist einnig í biblíuþýðingunni frá 2007. Í biblíuþýðingunum hefur orðið þó aðeins verið notað almennt yfir svamp en ekki sem sértækt heiti fyrir tegundina svamphönd.[2]
Útlit og einkenni
[breyta | breyta frumkóða]Svamphönd er skærappelsínugul á meðan hún er á lífi en litur hennar dofnar fljótt og hún er yfirleitt orðin gul þegar hana rekur að landi. Svampurinn hefur op (osculum), með upphleyptum börmum, í röðum eftir yfirborðinu.[2]
Svamphönd er mjög svipuð sumum öðrum Isodictya-tegundum og ekki ríkir einhugur meðal fræðimanna um flokkun þeirra.[2]
Útbreiðsla og búsvæði
[breyta | breyta frumkóða]Svamphönd hefur fundist við strendur Íslands, Bretlands, Orkneyja, Hjaltlandseyja, Færeyja, Vestur- og Norður-Noreg, í Skagerak, Hvítahafi og Karahafi.[2]
Nytjar
[breyta | breyta frumkóða]Frá Íslandi eru heimildir fyrir því að svamphendur hafi verið notaðar til að þvo ungabörnum, fægja málm og sem túttur á drykkjarflöskur barna.[2]
Heimildir eru einnig frá ýmsum nytjum svamphandar í Færeyjum. Svamphönd var þar notuð áður fyrr til að skrúbba óhreinindi og í stað hálms til að kveikja upp eld. Hún var enn notuð til heimilisþrifa á Austurey í Færeyjum fyrir miðja 20. öld þar sem börn söfnuðu svamphöndum sem höfðu krækst í þorskalínur sjómanna.[2]
Í læknavísindum
[breyta | breyta frumkóða]Svamphönd hefur verið rannsökuð með tilliti til lífvirkra efna sem tegundin kynni að framleiða. Svo virðist sem efni úr svamphönd geti haft áhrif á boðefni frumna ónæmiskerfisins[3] en niðurstöður þess efnis eru þó óljósar.[1][4]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 Edda Doris Þráinsdóttir (2012). Áhrif náttúruefna á boðefnaseytingu THP-1 frumna in vitro. BS ritgerð, Raunvísindadeild, Háskóli Íslands, 39 bls.
- ↑ 2,0 2,1 2,2 2,3 2,4 2,5 2,6 Svanberg, I. (2007). Human usage of mermaid's glove sponge (Isodictya palmata) on the Faroes. JMBA-Journal of the Marine Biological Association of the United Kingdom, 87(6), 1773-1776.
- ↑ Gudmundsdottir, A. B., Freysdottir, J., & Omarsdottir, S. (2012). Immunomodulating extracts from Icelandic marine invertebrates. Planta Medica, 78(11), PI30.
- ↑ Omarsdottir, S., Einarsdottir, E., Finnsson, B., Olafsdottir, E., Hardardottir, I., Svavarsson, J., & Freysdottir, J. (2010). Immunomodulating effects of extracts from Icelandic marine invertebrates. Planta Medica, 76(12), P043.