Fara í innihald

Svampdýr

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Porifera)
Svampar
Tímabil steingervinga: Ediacara-tímabilið - nútíma

Vísindaleg flokkun
Veldi: Heilkjörnungar (Eukaryota)
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Porifera*
Grant in Todd, 1836
Flokkar

Svampdýr (fræðiheiti: Porifera) eru hryggleysingjar. Þau lifa í sjónum og voru áður fyrr þurrkuð upp og notuð í svampa. Svampdýrin eru elstu fjölfrumungar sem búa á jörðinni og talið er að þau hafi orðið til fyrir um 580 milljónum ára. Líkamsgerð svampdýra er mjög einföld og lifnaðarhættir þeirra eru það líka. Svampdýr lifa í vatni og eru föst við undirlagið og færast ekkert nema þau séu borin burt með sterkum straumum. Langflestar tegundir svampdýra lifa í sjó, en sumar lifa í stöðuvötnum og straumvatni.

Svampdýr hafa fullt af litlum opum á yfirborðinu. Sjórinn sem streymir inn um þau ber með sér ýmis fæðuagnir og súrefni inn í holrýmið innst inni í svampdýrinu. Síðan taka frumur svampdýrsins það til sín og láta frá sér úrgangsefni og koltvíoxíð. Svo fer sjórinn aftur út um stór op, svokölluð útstreymisop.

Frumur svampdýra eru sérstakar af því að hver þeirra starfar sér og algjörlega óháð öðrum frumum með lítilli eða engri samhæfingu. Frumur svampdýra mynda því enga vefi sem er ólíkt öllum öðrum fjölfrumungum því frumur þeirra mynda allar vefi. því eru þetta einu fjölfrumadýrin sem ekki mynda eiginlega vefi. Reyndar er hægt að lýsa svampdýri sem klasa af frumum sem búa saman. Þó laðast frumur svampdýra að hvor annari á einhvern fuðulegan hátt. Það má sanna þetta með því að þrýsta svampdýrinu saman og eftir nokkrar klukkustundir er svampdýrið aftur komið í upprunalega mynd. Ekkert annað dýr getur endurbyggt líkama sinn á þennan hátt.

Svampdýr fjölga sér annað hvort með kynæxlun eða kynlausri æxlun. Í kynæxlun fer samruni eggfrumu og sáðfumu þannig fram að eggfrumur myndast í einu svampdýri og sáðfrumur í öðru. Síðan losna frumurnar út úr dýrunum og frjóvgun fer fram í vatninu utan þeirra. Af eggfrumunni sem hefur nú verið frjóvguð vex nýtt svampdýr. Kynlaus æxlun felst í því að partur losnar af svampdýrinu og breytist í nýtt dýr.

Svampdýr eru elstu dýr jarðar, þ.e. fyrstu dýr sem þróuðust, út af líf-trénu (e. the evolutionary tree) og þar með eru svampdýr systurgrúppa (e. sister group) allra annarra dýra á jörðinni.

Hexactinellid svampdýr er talið vera elsta núlifandi svampdýrið, áætlað allt að 15.000 ára gamalt.

  • „Hvar lifa svampdýr? Hvað éta þau?“. Vísindavefurinn.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.