Svampur
Útlit
- Um sjávardýrin, sjá svampdýr.
Svampur er hreinsivirki úr gleypnu efni. Þeir eru notaðir til að þrífa ólek yfirborð. Svampar geta sogið inn mikið vatn eða hreinsiefni. Flestir svampar eru úr viðartrefjum eða plastefni, en það er enn hægt að kaupa náttúrulega svampa. Slíkir svampar eru oftast notaðir til að þvo líkamann eða við málningu.
Svampir eru notaðir í mismunandi samhengi, t.d. við þrif í eldhúsi eða baðherbergi, til uppþvotts, bílaþvotts og fleira. Sérhæfðir svampar eru til sem henta ákveðinni notkun. Til dæmis eru margir svampir ætlaðir til heimilisþrifa með hrjúfri hlið til að skrúbba með.
Í svömpum úr viðartrefjum getur mygla vaxið vel ef þeir eru ekki sótthreinsaðir oft.