Fara í innihald

Neðansjávarhver

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Neðansjávarhverir í Maríanadjúpálnum gefa frá sér koltvísýring í fljótandi formi.

Neðansjávarhver er hver á sjávarbotni sem heitt vatn rennur úr. Á miðjum neðansjávarhryggum eru margir sprungóttir neðansjávardalir og oft mjög stutt niður á mikinn hita. Sjór leitar niður sprungurnar og hitnar undir jarðskorpunni og leysir þar upp ýmis efni sem síðan losna út þegar sjórinn leitar aftur upp. Þegar hann síðan kólnar aftur myndast neðansjávarhverastrýtur.[1]

Neðansjávarhveri er oftast að finna við hryggi í sjávarbotninum þar sem tveir jarðskorpuflekar skiljast og ný jarðskorpa myndast.

Neðansjávarhverir og strýtur[breyta | breyta frumkóða]

Neðansjávarhver hjá Galapa eyjum árið 1977 að losa koltvíoxið og vetnissúlfíð

Neðansjávarhverastrýtur fundust fyrst árið 1977 nærri Galapagoseyjum á um 2500 metra dýpi. Verið var að kanna botngerð á svæðinu með fjarstýrðum kafbát og kom það mjög á óvart þegar auðugt vistkefi fannst tengt jarðhitavirkninni. En hverirnir mynda miklar útfellingar þannig að strýtur eða storpmar verða til. Hverina er að finna mjög víða og með mismunandi lífkerfi. Hitastig þeirra er mismunandi og getur verið aðeins hærri en sjórinn í kring og upp í 350 °C.

Framleiðni þessara svæða byggir á því að hverirnir gefi frá sér vetnissúlfíð (H2S), sem er eitur fyrir flestar lífverur en er hinsvegar mjög orkuríkt.[2]

Vistkerfi[breyta | breyta frumkóða]

Lífverurnar sem fundust voru gjörólíkar öðrum lífverum og jafnframt var að finna margar tegundir sem ekki höfðu fundist áður. Vistkerfið í djúpsjónum er einstakt að því leyti það er óháð sólarljósi um orku og byggja í staðinn á örverum sem efnatillífa orkurík efnasambönd úr hverunum.

Nokkar tegundir gerla geta brotið vetnissúlfíðið niður og nýtt sér orkuna til að binda koltvísýring í lífræn efnasambönd en gerlar þessir eru í miklu magni í kringum neðansjávarhverina í sjónum og sem skán á botninum. Ýmsar stærri lífverur svo sem ormar, samlokur og rækjur lifa þarna í miklu magni og éta þá annaðhvort gerlaskánir eða eru í sambýli við örverurnar. Flestar þessara stærri lífvera eru háðar þessu vistkerfi og hafa því ekki fundist annars staðar.

Einnig er að finna svokallaða kalda neðansjávarhveri þar sem sjávarhiti er svipaður og ýmis efni berast frá þeim sem gerlar geta nýtt sér. Kaldir neðasjávarhverir eru skammlífir.[3]

Neðansjávarhverir við Ísland[breyta | breyta frumkóða]

Við Ísland er jarðhita víða að finna í fjörum og hverasvæði er einnig að finna á dýpri sjó við landið. Fyrsti þekkti neðansjávarhver við Ísland var á um 100 metra dýpi við Kolbeinsey. Nú eru einnig þekkt svæði á um 350 metra dýpi á Steinhól við Reykjaneshrygg og á um 400 metra dýpi rétt austan Grímseyjar. Tilvist hverastrýta í Eyjafirði var svo fyrst staðfest árið 1990 á dýptarmælum rannsóknarskipsins Bjarna Sæmundssonar og var það í fyrsta skipti í heiminum sem hverastrýtur fundust á grunnslóð. Af þessum svæðum eru hverastrýturnar í Eyjafirði einstakar vegna þess hve aðgengilegar þær eru, en í dag eru þær kallaðar Ystuvíkustrýturnar. Stríturnar eru þrjár og milli Hjalteyrar og víkurskarðs. Botndýpi við strýturnar er í kringum 65 metra og stæðsta strýtan nær upp um 50 metra frá botni. Í dag eru strýturnar friðaðar sem náttúruvætti og eru þær fyrst friðland við sjó hér á landi. [4][5]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Hreiðar Þór Valtýsson. ,,Sjávarlíffræði kafli 2 - hafsbotninn. Kennsluvefur. http://staff.unak.is/hreidar/ Geymt 22 september 2020 í Wayback Machine (skoðað 3.11.2014).
  2. Sigurður Steinþórsson. „Hvað eru svartstrompar eða svartar hverastrýtur?“. Vísindavefurinn 25.6.2009. http://visindavefur.is/?id=52662. (Skoðað 3.11.2014).
  3. Hreiðar Þór Valtýsson. ,,Neðansjávarhverir. Vistey. http://vistey.is/is/hverastryturnar/nedansjavarhverir (skoðað 3.11.2014).
  4. Hreiðar Þór Valtýsson. ,,Sjávarlíffræði kafli 2 - hafsbotninn. Kennsluvefur. http://staff.unak.is/hreidar/ Geymt 22 september 2020 í Wayback Machine (skoðað 3.11.2014).
  5. Sigurður Steinþórsson. „Hvað eru svartstrompar eða svartar hverastrýtur?“. Vísindavefurinn 25.6.2009. http://visindavefur.is/?id=52662. (Skoðað 3.11.2014).


Tenglar[breyta | breyta frumkóða]