National Basketball League (1898–1904)
Útlit
National Basketball League var fyrsta atvinnumannadeild í körfubolta í heiminum.[1] Liðin í deildinni voru staðsett á austurströnd Bandaríkjanna, flest í grend við Fíladelfíu í Pennsylvaníu en einnig norður að New York til Mið-New Jersey og til suðurs í átt að Delaware. Deildin hóf starfsemi tímabilið 1898–99 en lagði upp laupana í janúar 1904, áður en 1903–04 tímabilinu lauk.[2]
Meistarar
[breyta | breyta frumkóða]- 1898–1899 Trenton Nationals
- 1899–1900 Trenton Nationals
- 1900–1901 New York Wanderers
- 1901–1902 Bristol Pile Drivers
- 1902–1903 Camden Electrics
- 1903–1904 Camden Electric voru í fyrsta sæti þegar deildin lagði upp laupana.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „History of basketball - U.S. professional basketball | Britannica“. www.britannica.com (enska). 29. október 2024. Sótt 10. nóvember 2024.
- ↑ Glenn Dickey (1982). History of Professional Basketball. ISBN 978-0812828238.