Fara í innihald

Finnungur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Nardus stricta)
Finnungur

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Einkímblöðungar (Liliopsida)
Ættbálkur: Grasaættbálkur (Poales)
Ætt: Grasaætt (Poaceae)
Ættkvísl: Nardus
Tegund:
Nardus stricta

L.

Finnungur (fræðiheiti: Nardus stricta) er þúfugras af ættkvíslinni Nardus sem vex víða í tempraða beltinu í Evrópu og Asíu. Blöð Finnungs eru þráðmjó, stinn og snörp viðkomu. Axið er einhliða (smáöxin raða sér öðru megin á stráið) með uppréttum smáöxum.[1] Finnungur hefur stuttan jarðstöngul og af honum vaxa sprotar sem mynda þéttar, gráhvítar þúfur. Finnungur vex víða í graslautum, brekkurótum og snjódældum. Hann er algengur um allt Ísland, þó síst á Suður- og Suðausturlandi. Hann hefur heldur ekki fundist á Miðhálendinu.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Finnungur Flóra Íslands, skoðað 16. sept. 2018.