Nammibar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Nammibar í Seúl í Suður-Kóreu.

Nammibar er svæði eða útskot í matvöruverslun eða kvikmyndahúsi þar sem viðskiptavinum býðst að kaupa sælgæti eftir vigt.

Sælgætið er geymt í þartilgerðum einingum oftast úr plasti og flokkað eftir tegundum. Dæmi um sælgæti á nammibörum eru brjóstsykurs molar, karamellur, ávaxtahlaup, lakkrís og súkkulaði.

Nammibarirnir hófu innreið sína í verslanir eftir að tími söluturna leið undir lok en fram að því hafði sambærilegt sælgæti verið selt í stykkjatali og talið ofaní græna eða bleika poka af starfsfólki og gekk þá undir nafninu "Bland í poka".

Flestir nammibarir bjóða afslátt um helgar allt að fimmtíu prósent en mismunandi er hversu lengi afslátturinn er í gildi.

Sumar verslanir bjóða afsláttinn aðeins á Laugardögum en dæmi er um að verslanir bjóði afsláttinn alla helgina, Föstudag, Laugardag og Sunnudag.