Fara í innihald

Nýja alþýðufylkingin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Nýja lýðfylkingin)
Nýja alþýðufylkingin
Nouveau Front populaire
Leiðtogi Sameiginleg forysta
Stofnár 10. júní 2024
Stjórnmálaleg
hugmyndafræði
Vinstristefna
Einkennislitur Rauður  
Sæti á þjóðþinginu
Sæti á öldungadeildinni
Sæti á Evrópuþinginu
Vefsíða nouveaufrontpopulaire.fr

Nýja alþýðufylkingin (franska: Nouveau Front populaire) er kosningabandalag vinstriflokka í Frakklandi sem var stofnað 10. júní 2024 vegna ótta við kosningasigur öfgaflokka til hægri í þingkosningum. Nýja alþýðufylkingin er andsnúin bæði Ensemble-bandalagi Macrons forseta og Þjóðfylkingunni, bandalagi flokka yst á hægri vængnum.

Nafn Nýju alþýðufylkingarinnar er vísun til Alþýðufylkingarinnar, kosningabandalags vinstriflokka sem myndað var á fjórða áratugnum til að berjast gegn uppgangi fasisma í Frakklandi.[1]

Flokkarnir sem standa að Nýju alþýðufylkingunni eru Óbugað Frakkland, Franski sósíalistaflokkurinn, Les Écologistes, Franski kommúnistaflokkurinn, Géneration.s, Place Publique, Lýðveldissinnaði sósíalíski vinstriflokkurinn, Nýi andkapítalistaflokkurinn og fleiri smáflokkar á vinstri vængnum.

Nýja alþýðufylkingin fékk flest þingsæti í kosningunum, eða 182 þingmenn af 577.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „En 1934, la formation du Front populaire, ce n'était pas gagné non plus“. Le HuffPost. 12. júní 2024. Sótt 16. júní 2024..
  Þessi stjórnmálagrein sem tengist Frakklandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.