Nílarkrókódíll

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Nílarkrókódíll
Nilkrokodile.jpg
Ástand stofns
Ástand stofns: Í lítilli hættu
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Skriðdýr (Reptilia)
Ættbálkur: Krókódílar (Crocodilia)
Ætt: Krókódílaætt (Crocodylidae)
Undirætt: Crocodylinae
Ættkvísl: Crocodylus
Tegund: C. niloticus
Tvínefni
Crocodylus niloticus
(Laurenti, 1768)

Nílarkrókódíll (fræðiheiti: Crocodylus niloticus) er stór krókódílategund sem lifir í Afríku. Hann er ein af stærstu tegundum ættarinnar og er hættulegur bæði dýrum og mönnum. Hann dregur nafn sinn af ánni Níl.

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Nílarkrókódíll er ein af stærstu krókódílategundum heims. Stærstu einstaklingarnir sem fundist hafa voru yfir sex metra langir og vógu 750 kg.

Útbreiðsla[breyta | breyta frumkóða]

Kort sem sýnir útbreiðslu nílarkrókódíla í Afríku.

Nílarkrókódílar finnast í stöðuvötnum, ám og fenjum um nær alla Afríku og á Madagaskar.

Nílarkrókódílar og menningin[breyta | breyta frumkóða]

Nílarkrókódílar höfðu mikilvægt hlutverk í trúarbrögðum Forn-Egypta. Guðinn Sebek var með krókódílshöfuð og bærinn Krókódílópólis var vígður honum og krókódílum hans. Margir smurðir krókódílar hafa fundist í gröfum um allt Egyptaland.

Nílarkrókódíllinn er auk þess það rándýr sem drepur flest fólk í Afríku árlega.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.