Nílarkrókódíll

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Nílarkrókódíll

Ástand stofns
Ástand stofns: Í lítilli hættu
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Skriðdýr (Reptilia)
Ættbálkur: Krókódílar (Crocodilia)
Ætt: Krókódílaætt (Crocodylidae)
Undirætt: Crocodylinae
Ættkvísl: Crocodylus
Tegund:
C. niloticus

Tvínefni
Crocodylus niloticus
(Laurenti, 1768)

Crocodylus niloticus
Crocodylus niloticus

Nílarkrókódíll (fræðiheiti: Crocodylus niloticus) er stór krókódílategund sem lifir í Afríku. Hann er ein af stærstu tegundum ættarinnar og er hættulegur bæði dýrum og mönnum. Hann dregur nafn sinn af ánni Níl. Nílarkrókódíll er næststærsti krókódíll í heimi. Hann getur orðið allt að 6 metrar á lengd og allt að 730 kg að þyngd. Meðalstærð krókódílsins er 5 metrar og 225 kg. Það eru engin dýr nema maðurinn sem ógna krókódílnum eitthvað.

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Nílarkrókódíll er ein af stærstu krókódílategundum heims. Stærstu einstaklingarnir sem fundist hafa voru yfir sex metra langir og vógu 750 kg. Nílarkrókódílar eru stór eðlulaga skriðdýr, með fjóra stuttar lappir og stóra vöðvastæltann hala. krókódílinn er með dökkan ólívulit.

Nílarkrókódíll er með langa kjálka og tennurnar sjást þótt kjafturinn sé lokaður. Eins og aðrir krókódílar getur hann bitið en ekki tuggið. Þetta getur orðið vandamál þegar bráðin er stór, t.d. sebrahestur eða gnýr. Nílarkrókódíllinn tekur á þeim vanda með því að draga bráðina niður í vatnið og snúa sér snöggt til að rífa af henni stykki.

Fæða[breyta | breyta frumkóða]

Nílar krókódílinn borðar næstum hvað sem er út vatninu, t.d. fiska, skjaldbökur, eða fugla. Þessir krókódílar eiga það til að borða fólk ef fólkið er óheppið að verða á vegi krókódílsins. Þegar þeir eru að veiða í vatni þá eru þeir næstum ósýnilegir, það eina sem sést í þá er í raun augun og nefið.

Æxlun[breyta | breyta frumkóða]

Nílarkrókódílar makast frá nóvember til desember. Kvendýrið grefur holu rétt frá bakanum og holan er um það bil hálfur metri á dýft. Hún verpir 40-60 eggjum í einu og verndar eggin allan tímann. Það tekur 80-90 daga fyrir eggin að klekjast út. Eftir að þau klekjast út þá verndar móðirin ungana með því að halda þeim með munninum.

Heimkynni[breyta | breyta frumkóða]

Hann lifir í ám, ferskvatni, fenjum og mýrum. hann býr sér til greni til að fela sig í þegar það verður of heitt.

Útbreiðsla[breyta | breyta frumkóða]

Nílarkrókódílar finnast í stöðuvötnum, ám og fenjum um nær alla Afríku og á Madagaskar.

Nílarkrókódílar og menningin[breyta | breyta frumkóða]

Nílarkrókódílar höfðu mikilvægt hlutverk í trúarbrögðum Forn-Egypta. Guðinn Sebek var með krókódílshöfuð og bærinn Krókódílópólis var vígður honum og krókódílum hans. Margir smurðir krókódílar hafa fundist í gröfum um allt Egyptaland.

Nílarkrókódíllinn er auk þess það rándýr sem drepur flest fólk í Afríku árlega.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.