Níkos Anastasíaðís
Níkos Anastasíaðís | |
---|---|
Νίκος Αναστασιάδης | |
Forseti Kýpur | |
Í embætti 28. febrúar 2013 – 28. febrúar 2023 | |
Forveri | Dímítrís Krístofías |
Eftirmaður | Níkos Krístoðúlíðís |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 27. september 1946 Pera Pedi, Kýpur |
Þjóðerni | Kýpverskur (grískur) |
Stjórnmálaflokkur | DISY |
Maki | Andri Mústakúdi (g. 1971) |
Trúarbrögð | Gríska rétttrúnaðarkirkjan |
Börn | 2 |
Háskóli | Háskólinn í Aþenu University College London |
Starf | Forseti Kýpur |
Undirskrift |
Níkos Anastasíaðís (grískt letur: Νίκος Αναστασιάδης; f. 27. september 1946) er kýpverskur stjórnmálamaður sem var forseti Kýpur frá árinu 2013 til ársins 2023. Hann var leiðtogi hægrisinnaða stjórnmálaflokksins DISY (Lýðræðissamkundunnar) frá 1997 til 2013.
Æviágrip
[breyta | breyta frumkóða]Níkos Anastasíaðís er fæddur í þorpinu Pera Pedi á suðvesturhluta Kýpur. Hann nam lögfræði við Háskólann í Aþenu og útskrifaðist með lagagráðu og gráðu í sjóflutningum frá University College London árið 1971. Hann er kvæntur og á tvær dætur. Anastasíaðís starfaði sem viðskiptalögfræðingur áður en hann hóf feril í stjórnmálum.[1] Anastasíaðis er hlynntur Evrópusamstarfi og sat samfellt á þingi kýpverska lýðveldisins frá 1981 til 2013.[2] Hann var einn af stofnendum DISY-flokksins.
Anastasíaðís bauð sig fram í forsetakosningum Kýpur árið 2013. Hann gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir viðbrögð hennar við efnahagskreppunni í landinu og mælti með samþykkt á björgunarpakka Evrópusambandsins í stað þess að grípa til niðurskurðaraðgerða. Hann vann sigur í annarri umferð kosninganna með 57,48 % atkvæða á móti Stavros Malas, frambjóðanda kommúnistaflokksins AKEL, sem hlaut 42,52 %.
Anastasíaðís atti aftur kappi við Malas í forsetakosningum Kýpur árið 2018. Hann lenti þar í fyrsta sæti í fyrri umferð[3] og var síðan endurkjörinn með 55,99 % atkvæða í annarri umferð. Á forsetatíð sinni hefur Anastasíadís meðal annars unnið að kerfisumbótum að beiðni framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins til þess að Kýpur geti hlotið efnahagshjálp.[1]
Anastasíaðís hefur lækkað framlög til velferðarmála og lífeyrissjóða en hefur hækkað virðisaukaskatta og eldsneytisskatta. Hann ákvað jafnframt að láta fækka embættismönnum.[4]
Í október 2021 var Anastasíaðís meðal þeirra sem Pandóruskjölin nafngreindu sem eiganda skúffufyrirtækja á aflandseyjum.[5]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 „Le conservateur Nicos Anastasiades a été élu président de Chypre“ (franska). Le Monde. 25. febrúar 2013. Sótt 4. desember 2021.
- ↑ „Nicos Anastasiades, un pragmatique pro-Européen à la tête de Chypre“ (franska). Le Point. 4. febrúar 2018. Sótt 4. desember 2021.
- ↑ „Présidentielle à Chypre : le sortant, Nicos Anastasiades, arrivé en tête du premier tour“ (franska). Le Monde. 28. janúar 2018. Sótt 4. desember 2021.
- ↑ „A Chypre, les mesures d'austérité dépassent les demandes de la Troïka“ (franska). RFI. 14. október 2013. Sótt 4. desember 2021.
- ↑ „Pandora Papers: nouvelles révélations sur la finance offshore“. paperjam.lu. Sótt 4. desember 2021.
Fyrirrennari: Dímítrís Krístofías |
|
Eftirmaður: Níkos Krístoðúlíðís |