Fara í innihald

Nálgunarhljóð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Myndunarháttur

Nálgunarhljóð er málhljóð sem er á millistigi milli önghljóðs og sérhljóðs. Nálgunarhljóð myndast þegar talfærin liggja þannig að þau skapa þrengingu í munnholinu sem veldur heyranlegum núningi. Í þessum hljóðaflokki eru hljóð eins og [l] (eins og í lækka), [ɹ] (eins og í enska orðinu rest), og hálfsérhljóð á borð við [j] og [w] (eins og í jól og enska orðinu west).

Hálfsérhljóð

[breyta | breyta frumkóða]

Sum nálgunarhljóð líkjast sérhljóðum varðandi myndunarhátt og oft eru þau kölluð hálfsérhljóð. Samsvörun milli hálfsérhljóða og sérhljóða er svo sterk að í mörgum tungumálum svara sömu hálfsérhljóðin til sömu sérhljóðanna.

Í mörgum tungumálum skiptast hálfsérhljóð og sérhljóð á eftir hljóðfræðilegu samhengi, eða af málfræðilegum ástæðum, eins og í hljóðskiptum. Sumir hljóðfræðingar greina á milli sérhljóða og nálgunarhljóða samkvæmt stöðu þeirra í ákveðnu atkvæði.

Eftirfarandi er listi yfir sérhljóð og samsvarandi nálgunarhljóðin (hálfsérhljóð).

Sérhljóð Samsvarandi
nálgunarhljóð
Myndunarstaður Dæmi
[i] [j] Framgómhljóð spænska amplío („ég lengi“) sbr. ampliamos („við lengjum“)
[y] [ɥ] Vara- og framgómhljóð franska aigu („skarpur“) sbr. aiguille („nál“)
[ɯ] [ɰ] Gomhljóð kóreska 쓰다 sseuda [s͈ɯda] („að vera klædd(ur) í“) sbr. 씌우다 ssuiuda [s͈ɰiuda] („að klæða e-n í“)
[u] [w] Vara- og gómhljóð spænska actúo („ég geri“) sbr. actuamos („við gerum“)
[ɚ] [ɻ] Rishljóð bandarísk enska waiter („þjónn“) sbr. waitress („þjónustustúlka“)
[ɑ] [ʕ̞] Kokhljóð (dæmi vantar)

Miðmæld nálgunarhljóð

[breyta | breyta frumkóða]

Hliðmæld nálgunarhljóð

[breyta | breyta frumkóða]

Vöruð nálgunarhljóð

[breyta | breyta frumkóða]
Linguistics stub.svg  Þessi málfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.