Núningskraftur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Núningur)
Jump to navigation Jump to search

Núningskraftur eða núningur er kraftur sem spornar gegn hreyfingu. Vinna núningskrafts myndar varma og veldur því að hlutur á ferð stöðvast að lokum. Núningsstuðull er hlutfall núningskrafts og þverkrafts.

Flokkast í eftirfarandi:

  • Stöðunúningur: Stærð núningskrafts hlutar, rétt áður en hann skríður af stað.
  • Renninúningur: Þegar tveir fastir hlutir renna hvor yfir annan, háður massa og áferð (hrýfi).
  • Veltinúningur: Hlutur veltir eftir fleti, án þess að renna á honum.
  • Straummótsstaða: Mótstaða hluta við streymi kvikefnis, t.d. loftmótstaða bíls og straummótstaða í pípu.

Sjá einnig[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi eðlisfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.