Fara í innihald

Myndunarháttur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Myndunarháttur

Í hljóðfræði á myndunarháttur við legu talfæranna (t.d. tungunnar, varanna og gómsins) þegar málhljóð myndast. Eitt einkenna myndunháttar er hversu nálægt talfærin koma hvert öðru.

Oftast er talað um myndunarhátt í sambandi við samhljóð, en lega talfæranna getur líka haft áhrif á eiginleika munnholsins, sem kemur líka við myndun sérhljóða. Þegar um samhljóð er að ræða er líka hugað að myndunarstað og röddun.

Linguistics stub.svg  Þessi málfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.