Monumento dei Quattro Mori

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Monumento dei Quattro Mori.

Monumento dei Quattro Mori (fjórir Márar) er minnisvarðinn sem er eitt helsta kennileiti Livorno-borgar á Ítalíu og stendur á torgi við gömlu Medici-höfnina. Minnisvarðinn var reistur til að minnast sigra Ferdínands 1. stórhertoga á sjóræningjum við strönd Barbarísins og síðar stórum flota Tyrkja.

Efri hluti minnisvarðans, marmarastytta af Ferdínand 1., var unnin á árunum 1595-1599 í Carrara af Giovanni Bandini og var flutt til Livorno sjóleiðina árið 1601. Neðri hluta minnisvarðans sem er bronsstyttur af fjórum Márum, var bætt við á árunum 1623–1626. Myndhöggvarinn Pietro Tacca notaði tvo þræla sem fyrirmyndir og sagt er að eftir fyrirsætustörf sín í nokkra mánuði hafi þeir fengið frelsi. Bronsstytturnar þykja sýna einstaklega vel líkamsbyggingu mannsins.

Ólafur Egilsson sá þetta minnismerki í för sinni til Livorno árið 1627 og lýsir því í Reisubók Ólafs Egilssonar.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]