Fara í innihald

Márar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Mári)
Vörðurinn, austurlandafantasía eftir Jean-Léon Gérôme (1824-1904)

Márar voru íbúar Magreb og síðar Íberíuskagans á miðöldum. Márar voru þannig að uppruna til Berbar, hirðingjar frá Vestur- og Norður-Afríku sem aðhylltust íslam. Orðið kemur úr grísku: mauros, sem merkir dökkur, og var það hugtak sem Rómverjar notuðu um íbúa Afríku. Landaheitin Máritanía og Marokkó eru dregin af sama orði.

Árið 711 réðust Márar inn á Íberíuskagann og lögðu stærstan hluta hans undir sig á næstu átta árum. Þegar þeir reyndu að halda áfram yfir Pýreneafjöllin voru þeir stöðvaðir af Karli hamri í orrustunni við Tours árið 732. Landinu var skipt upp í mörg lén undir Kalífanum í Kordóba.

Veldi Almóhada og Almoravída voru márísk (berbísk) stórveldi sem komu upp á 11. og 12. öld.

Kristnu smáríkin sem lifðu af í norðvesturhluta Spánar juku smám saman við veldi sitt og árið 1212 náði bandalag þessara ríkja að reka múslimsku höfðingjana frá stærstum hluta landsins. Konungdæmið Granada var þó áfram múslímskt konungsríki til 1492 þegar þeir gáfust upp fyrir her Ferdinands og Ísabellu.

„Hverjir voru Serkir?“. Vísindavefurinn.